Alla leið til Íslands fyrir sjampó Ritstjórn skrifar 15. janúar 2018 10:30 Skjáskot: Sóley Organics Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics Mest lesið Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Mest áberandi trend ársins 2016 Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Best klæddu stjörnurnar á Critic's Choice verðlaununum Glamour
Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics
Mest lesið Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Mest áberandi trend ársins 2016 Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Best klæddu stjörnurnar á Critic's Choice verðlaununum Glamour