Kínverjar hafa ekki áhuga á Last Jedi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:20 Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira