Grænkeri og crossfittari opnar vegan-blogg Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. janúar 2018 10:45 Sunna klárar einkaþjálfarann í vor og um svipað leyti klárar hún crossfit level 1 prófið. Fréttablaðið/Vilhelm Listakonan og crossfittarinn Sunna Ben er búin að vera grænmetisæta núna í næstum 13 ár og vegan í eitt og hálft. Hún opnaði nýlega vegan bloggið Reykjavegan en þar mun hún birta uppskriftir, hollráð og ýmsar upplýsingar um vöruúrval og matarframboð á veitingastöðum í Reykjavík til þess að hjálpa vegönum og öllum þeim sem eru forvitnir um lífsstílinn.Sífellt auðveldara að vera vegan „Ég hætti að borða kjöt af því að ég varð alltaf svo slöpp af því og hef síðan prófað allar mögulegar útfærslur grænmetisfæðis og tvisvar áður prófað að vera vegan en gefist upp út af kunnáttuleysi. En núna er ég búin að vera vegan í svona eitt og hálft ár og gengur mjög vel. Enda komin með dýpri skilning á næringarfræðilegum þörfum mínum og hvað er góður og gagnlegur matur fyrir líkamann heldur en þegar ég reyndi fyrst að vera vegan 17 ára og át pulsubrauð í öll mál og leið hræðilega. Ég er bæði vegan vegna þess að ég á erfitt með að melta kjöt og mjólk og hef þurft að skera hvort tveggja úr mataræðinu mínu hvort eð er, það að sleppa eggjum, fiski og hunangi til þess að fara alla leið var lítið stökk fannst mér, og einnig vegna þess að ég dýrka dýr, mig langar ekkert að borða þau.“Hefur úrvalið fyrir grænkera breyst mikið á þessum tæpu þrettán árum? „Heldur betur! Hvað verslun varðar eru flestar matvöruverslanir í dag komnar með fulla kæla af vegan útgáfum af öllu sem hugurinn girnist, til dæmis eru fáanleg ógrynnin öll af sojakjöti, vegan osti, jógúrti og majónesi, svo ekki sé minnst á hversu stórar flestar grænmetisdeildir matvöruverslana eru orðnar. Mann þarf ekkert að skorta þótt maður sé vegan! Þegar ég hætti að borða kjöt 2005 var lítið í boði af vegan og grænum kosti, flest grænmetisfæði var með mjólkurvörum og fæstir veitingastaðir hugsuðu fyrir þessu. Það er alveg stórkostlegt hversu framarlega Ísland er í þessari þróun í samanburði við önnur lönd, mér finnst best að borða vegan í Reykjavík og Berlín, en fæstir aðrir staðir sem ég hef komið á bjóða jafn gott úrval.“Ferðu mikið út að borða? Hvar er það best? „Ég elska að fara út að borða, en er reyndar ekkert svakalega grand í því og ég veit ekki hvað fansí búllurnar í bænum bjóða upp á (nema Burro – tofu burritoið þar er svo gott að það er eiginlega alveg fáránlegt) en ég get lofað ykkur því að Núðluskálin, Vínyl og Gló (ef þið hafið ekki smakkað Miðjarðarhafsvefjuna með Oumph! mæli ég með að hlaupa þangað hið snarasta) svíkja engan. Vegan borgarinn á Bio borgara verða líka allir að smakka að minnsta kosti einu sinni?… í viku. Svo finnst mér líka alveg frábært að neyta matarins míns fljótandi, ég er mikill boostisti, bestu boostin eru á Gló, Lemon og Boozt barnum og ég fæ aldrei nóg af þeim sama hvað ég reyni! Að því ógleymdu að Eldum rétt býður nú upp á vegan kost og hann er oft alveg stórgóður!“Litskrúðugur matur lykillinn Eftir að Sunna hætti að reykja árið 2012 fór hún að hlaupa, svo í jóga og það toppaði í hálfmaraþoni. Árið 2014 skellti hún sér til einkaþjálfara til að læra að lyfta, í framhaldi af því fór hún í ólympískar lyftingar, svo crossfit en hún vinnur núna í crossfitstöðinni Granda101 og klárar einkaþjálfarann í vor sem og crossfit level-1 prófið. Hvernig fara lyftingar og vegan mataræði saman? „Sko, ég hafði alltaf svakalegar áhyggjur af því að ég væri að fara á mis við prótein og næringarefni úr matnum mínum þar til ég hélt ítarlega matardagbók í næringarfræðiáfanga í vetur og sá að ég var að neyta oft á tíðum of mikils próteins og vel umfram það sem ég þarfnaðist af kalki á dag. En ég mæli með því fyrir þá sem eru að fóta sig í þessu að prófa að halda matardagbók, til dæmis með hjálp forrita eins og My Fitness Pal, og athuga hvort þau eru að fá allt sem þau þurfa úr matnum. Það er til dæmis oft erfitt fyrir vegan fólk (sem borðar hollt) að fylla kaloríukvótann fyrir daginn; grænmetisfæði er oft á tíðum náttúrulega lágt í hitaeiningum, en þær eru líkamanum nauðsynlegur orkugjafi og það þýðir ekkert að reyna að massa sig orkulaus. Svo snýst þetta líka mikið um að vera skynsamur, reyna að fá sem mest af próteinum og alvöru næringu úr mat – gæta þess að vera ekki að innbyrða óhemju magn af sykri úr unnum matvörum (vegan vörur eru oft lúmskar þarna, ég mæli með að vakta sykur- og sódíuminnihald í öllum unnum matvörum). Ágæt þumalputtaregla sem ég er með á bak við eyrað er að reyna að borða eins (náttúrulega) litskrúðugan mat og ég get, hvítur matur er t.d. oft óhollur, grænn matur er, þori ég næstum að lofa, alltaf hollur, nema þetta græna sé mygla, þá mæli ég með að endurskoða þessa reglu.“Bloggið hennar Sunnu má finna hérna. Birtist í Fréttablaðinu Matur Vegan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Listakonan og crossfittarinn Sunna Ben er búin að vera grænmetisæta núna í næstum 13 ár og vegan í eitt og hálft. Hún opnaði nýlega vegan bloggið Reykjavegan en þar mun hún birta uppskriftir, hollráð og ýmsar upplýsingar um vöruúrval og matarframboð á veitingastöðum í Reykjavík til þess að hjálpa vegönum og öllum þeim sem eru forvitnir um lífsstílinn.Sífellt auðveldara að vera vegan „Ég hætti að borða kjöt af því að ég varð alltaf svo slöpp af því og hef síðan prófað allar mögulegar útfærslur grænmetisfæðis og tvisvar áður prófað að vera vegan en gefist upp út af kunnáttuleysi. En núna er ég búin að vera vegan í svona eitt og hálft ár og gengur mjög vel. Enda komin með dýpri skilning á næringarfræðilegum þörfum mínum og hvað er góður og gagnlegur matur fyrir líkamann heldur en þegar ég reyndi fyrst að vera vegan 17 ára og át pulsubrauð í öll mál og leið hræðilega. Ég er bæði vegan vegna þess að ég á erfitt með að melta kjöt og mjólk og hef þurft að skera hvort tveggja úr mataræðinu mínu hvort eð er, það að sleppa eggjum, fiski og hunangi til þess að fara alla leið var lítið stökk fannst mér, og einnig vegna þess að ég dýrka dýr, mig langar ekkert að borða þau.“Hefur úrvalið fyrir grænkera breyst mikið á þessum tæpu þrettán árum? „Heldur betur! Hvað verslun varðar eru flestar matvöruverslanir í dag komnar með fulla kæla af vegan útgáfum af öllu sem hugurinn girnist, til dæmis eru fáanleg ógrynnin öll af sojakjöti, vegan osti, jógúrti og majónesi, svo ekki sé minnst á hversu stórar flestar grænmetisdeildir matvöruverslana eru orðnar. Mann þarf ekkert að skorta þótt maður sé vegan! Þegar ég hætti að borða kjöt 2005 var lítið í boði af vegan og grænum kosti, flest grænmetisfæði var með mjólkurvörum og fæstir veitingastaðir hugsuðu fyrir þessu. Það er alveg stórkostlegt hversu framarlega Ísland er í þessari þróun í samanburði við önnur lönd, mér finnst best að borða vegan í Reykjavík og Berlín, en fæstir aðrir staðir sem ég hef komið á bjóða jafn gott úrval.“Ferðu mikið út að borða? Hvar er það best? „Ég elska að fara út að borða, en er reyndar ekkert svakalega grand í því og ég veit ekki hvað fansí búllurnar í bænum bjóða upp á (nema Burro – tofu burritoið þar er svo gott að það er eiginlega alveg fáránlegt) en ég get lofað ykkur því að Núðluskálin, Vínyl og Gló (ef þið hafið ekki smakkað Miðjarðarhafsvefjuna með Oumph! mæli ég með að hlaupa þangað hið snarasta) svíkja engan. Vegan borgarinn á Bio borgara verða líka allir að smakka að minnsta kosti einu sinni?… í viku. Svo finnst mér líka alveg frábært að neyta matarins míns fljótandi, ég er mikill boostisti, bestu boostin eru á Gló, Lemon og Boozt barnum og ég fæ aldrei nóg af þeim sama hvað ég reyni! Að því ógleymdu að Eldum rétt býður nú upp á vegan kost og hann er oft alveg stórgóður!“Litskrúðugur matur lykillinn Eftir að Sunna hætti að reykja árið 2012 fór hún að hlaupa, svo í jóga og það toppaði í hálfmaraþoni. Árið 2014 skellti hún sér til einkaþjálfara til að læra að lyfta, í framhaldi af því fór hún í ólympískar lyftingar, svo crossfit en hún vinnur núna í crossfitstöðinni Granda101 og klárar einkaþjálfarann í vor sem og crossfit level-1 prófið. Hvernig fara lyftingar og vegan mataræði saman? „Sko, ég hafði alltaf svakalegar áhyggjur af því að ég væri að fara á mis við prótein og næringarefni úr matnum mínum þar til ég hélt ítarlega matardagbók í næringarfræðiáfanga í vetur og sá að ég var að neyta oft á tíðum of mikils próteins og vel umfram það sem ég þarfnaðist af kalki á dag. En ég mæli með því fyrir þá sem eru að fóta sig í þessu að prófa að halda matardagbók, til dæmis með hjálp forrita eins og My Fitness Pal, og athuga hvort þau eru að fá allt sem þau þurfa úr matnum. Það er til dæmis oft erfitt fyrir vegan fólk (sem borðar hollt) að fylla kaloríukvótann fyrir daginn; grænmetisfæði er oft á tíðum náttúrulega lágt í hitaeiningum, en þær eru líkamanum nauðsynlegur orkugjafi og það þýðir ekkert að reyna að massa sig orkulaus. Svo snýst þetta líka mikið um að vera skynsamur, reyna að fá sem mest af próteinum og alvöru næringu úr mat – gæta þess að vera ekki að innbyrða óhemju magn af sykri úr unnum matvörum (vegan vörur eru oft lúmskar þarna, ég mæli með að vakta sykur- og sódíuminnihald í öllum unnum matvörum). Ágæt þumalputtaregla sem ég er með á bak við eyrað er að reyna að borða eins (náttúrulega) litskrúðugan mat og ég get, hvítur matur er t.d. oft óhollur, grænn matur er, þori ég næstum að lofa, alltaf hollur, nema þetta græna sé mygla, þá mæli ég með að endurskoða þessa reglu.“Bloggið hennar Sunnu má finna hérna.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vegan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira