Í þessari línu var hann í samstarfi við Ugg, og niðurstaðan var ansi forvitnileg. Það hafa eflaust margir sínar skoðanir á hinum venjulegu Ugg-stígvélum, en þessir frá Y/Project eru mjög áhugaverðir.
Glenn kynnti nokkrar Ugg týpur til leiks, eins og hnéhá stígvél bæði í brúnu og svörtu. Einnig voru aðrar lægri týpur þar sem fóðrinu var snúið út á við.
Hvort þetta hafi verið gert einungis fyrir athygli er erfitt að segja, eða hvort hann hafi verið að reyna að gera ljóta skó enn ljótari, þá efumst við um að þessi tíska sé komin til að vera.






