Mótherjar Íslands í sumar mega fá eiginkonurnar og kærusturnar í heimsókn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 08:00 John Obi Mikel og félagar eru örugglega mjög sáttir við þessar fréttir. Vísir/Getty Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira