2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 08:49 Kort NOAA sem sýnir frávik frá meðaltalshita 20. aldar á jörðinni árið 2017. NOAA Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07