Hjartaknúsarar nutu áramótanna á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2018 07:43 Benedict Cumberbatch og Rupert Grint njóta feikilegra vinsælda um allan heim - þ.m.t. á Íslandi. Vísir/Getty Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57