Skarð Dagnýjar vandfyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira