Getur valið úr kennurum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 10:15 Ari horfir bjartsýnn fram á veginn enda hefur lánið verið með honum til þessa. Vísir/Eyþór Árnason Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira