Getur valið úr kennurum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 10:15 Ari horfir bjartsýnn fram á veginn enda hefur lánið verið með honum til þessa. Vísir/Eyþór Árnason Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira