Gallagher-bræður búnir að slíðra sverðin? Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 13:30 Liam og Noel Gallagher á sviði árið 2005. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“. Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“.
Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30