Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Ragnar Freyr Ingvarsson læknir. vísir/vilhelm Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira