Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Ritstjórn skrifar 27. desember 2017 08:30 Glamour/Getty Nú þegar tími hátíðarhalda stendur sem hæst er vel við hæfi að minna sig á að góð heilsa og útlit helst í hendur. Nokkrir algengir kvillar geta komið upp ef við hugsum ekki nógu vel um okkur, borðum of saltan mat (já það eru nú einu sinni jólin). En engar áhyggjur, það eru til ýmis ráð sem bæði eru góð fyrir heilsuna og útlitið. Þreytulegt útlit, þurr húð og bjúgur eru kvillar sem koma oft fljótt í ljós og svona er hægt að vinna bug á því. Lítill svefn = þreytuleg augu Skortur á svefni hefur bæði áhrif á útlit og heilsu. Meðalmanneskjan þarf að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring, þó svo að það sé mjög persónubundið hvað hver einstaklingur þarf mikinn svefn. Lítill svefn er oft fljótur að hafa áhrif á útlitið, algengasti kvillinn eru dökkir baugar í kring um augun og stundum bjúgur á augnsvæðinu. Bláminn er súrefnismettað blóð sem liggur undir augunum og safnast oft upp þegar við erum þreytt. Dökkir baugar sjást yfirleitt best á morgnana, eftir að við höfum legið lárétt, því að við það víkka æðarnar og safna í sig blóði. Þreyta, stress og lélegt mataræði getur einnig haft mikil áhrif að bjúgur safnast undir augun.Besta ráðið við þessum kvilla er því að fá góðan svefn, borða heilsusamlegt fæði og nota augnkrem sem inniheldur koffín, það kemur sogæðakerfinu af stað og hreinsar út æðarnar og þar af leiðandi kemst hreyfing á blóðið.Þurr húð = sjáanlegar fínar línurLélegt mataræði og vökvaskortur hefur oft mikið að segja um ástand húðarinnar. Lykilatriði til þess að halda húðinni ferskri og heilbrigðri er vökvi og góðar olíur. Mikill þurrkur í húð getur annaðhvort verið merki um undirliggjandi sjúkdóm eða næringarskort. Þurr húð getur einnig verið genatengd eða stafað af lélegu mataræði. Við það að fá nægan vökva helst húðin unglegri og fær stinnt yfirbragð. Því er nauðsynlegt að passa upp á að drekka nóg af vatni (2 lítra á dag) og bæði taka inn og bera á sig góðar olíur til þess að viðhalda teygjanleika húðarinnar. Áfengisdrykkja og reykingar hafa einnig slæm áhrif á ástand húðarinnar, við það þornar húðin upp og fínar línur verða sjáanlegri.Að skrúbba húðina bæði í andliti og á líkama reglulega hefur oft mikið að segja og ástand hennar batnar yfirleitt til muna. Hvort sem þú gerir heimatilbúinn skrúbb eða kaupir út úr búð þá er tilvalið að prófa sig áfram og gera þetta að jafnaði 1-2 sinnum í viku. Sjón er sögu ríkari.Bólgur = bjúgur Bjúgur getur myndast út af alla vega ástæðum. Bjúgur er einkenni einhvers kvilla eða ójafnvægis í líkamanum. Helstu ráð til þess að forðast bjúgsöfnun í líkamanum er að forðast mikla saltneyslu, drekka nóg af vatni og stunda reglubundna hreyfingu(ca. 3 sinnum í viku). Þetta ætti hver og einn að tileinka sér til þess að halda líkamlegu jafnvægi og betra útliti. Hörfæolía getur einnig hjálpað mikið, olían inniheldur mikið af ómega-3 fitusýrum og virkar vel gegn öllum bólgum.Algengt ráð til þess að losna við bjúg er einnig að drekka te með vökvalosandi jurtum, eplaedik eða rífa niður engiferrót eða sítrónu út í heitt vatn. Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour
Nú þegar tími hátíðarhalda stendur sem hæst er vel við hæfi að minna sig á að góð heilsa og útlit helst í hendur. Nokkrir algengir kvillar geta komið upp ef við hugsum ekki nógu vel um okkur, borðum of saltan mat (já það eru nú einu sinni jólin). En engar áhyggjur, það eru til ýmis ráð sem bæði eru góð fyrir heilsuna og útlitið. Þreytulegt útlit, þurr húð og bjúgur eru kvillar sem koma oft fljótt í ljós og svona er hægt að vinna bug á því. Lítill svefn = þreytuleg augu Skortur á svefni hefur bæði áhrif á útlit og heilsu. Meðalmanneskjan þarf að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring, þó svo að það sé mjög persónubundið hvað hver einstaklingur þarf mikinn svefn. Lítill svefn er oft fljótur að hafa áhrif á útlitið, algengasti kvillinn eru dökkir baugar í kring um augun og stundum bjúgur á augnsvæðinu. Bláminn er súrefnismettað blóð sem liggur undir augunum og safnast oft upp þegar við erum þreytt. Dökkir baugar sjást yfirleitt best á morgnana, eftir að við höfum legið lárétt, því að við það víkka æðarnar og safna í sig blóði. Þreyta, stress og lélegt mataræði getur einnig haft mikil áhrif að bjúgur safnast undir augun.Besta ráðið við þessum kvilla er því að fá góðan svefn, borða heilsusamlegt fæði og nota augnkrem sem inniheldur koffín, það kemur sogæðakerfinu af stað og hreinsar út æðarnar og þar af leiðandi kemst hreyfing á blóðið.Þurr húð = sjáanlegar fínar línurLélegt mataræði og vökvaskortur hefur oft mikið að segja um ástand húðarinnar. Lykilatriði til þess að halda húðinni ferskri og heilbrigðri er vökvi og góðar olíur. Mikill þurrkur í húð getur annaðhvort verið merki um undirliggjandi sjúkdóm eða næringarskort. Þurr húð getur einnig verið genatengd eða stafað af lélegu mataræði. Við það að fá nægan vökva helst húðin unglegri og fær stinnt yfirbragð. Því er nauðsynlegt að passa upp á að drekka nóg af vatni (2 lítra á dag) og bæði taka inn og bera á sig góðar olíur til þess að viðhalda teygjanleika húðarinnar. Áfengisdrykkja og reykingar hafa einnig slæm áhrif á ástand húðarinnar, við það þornar húðin upp og fínar línur verða sjáanlegri.Að skrúbba húðina bæði í andliti og á líkama reglulega hefur oft mikið að segja og ástand hennar batnar yfirleitt til muna. Hvort sem þú gerir heimatilbúinn skrúbb eða kaupir út úr búð þá er tilvalið að prófa sig áfram og gera þetta að jafnaði 1-2 sinnum í viku. Sjón er sögu ríkari.Bólgur = bjúgur Bjúgur getur myndast út af alla vega ástæðum. Bjúgur er einkenni einhvers kvilla eða ójafnvægis í líkamanum. Helstu ráð til þess að forðast bjúgsöfnun í líkamanum er að forðast mikla saltneyslu, drekka nóg af vatni og stunda reglubundna hreyfingu(ca. 3 sinnum í viku). Þetta ætti hver og einn að tileinka sér til þess að halda líkamlegu jafnvægi og betra útliti. Hörfæolía getur einnig hjálpað mikið, olían inniheldur mikið af ómega-3 fitusýrum og virkar vel gegn öllum bólgum.Algengt ráð til þess að losna við bjúg er einnig að drekka te með vökvalosandi jurtum, eplaedik eða rífa niður engiferrót eða sítrónu út í heitt vatn.
Mest lesið Stjörnurnar mættu á Erdem x H&M í L.A Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour