Vistkerfið er líkami Guðs Bjarni Karlsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins. En vegna þess að hann var alvöru karlmaður þá vildi hann ekki beita kærustuna valdi með því að drusluvæða hana en hugðist slíta sambandinu í kyrrþey. Þá vitraðist honum engill Guðs sem talaði beint inn í taugakerfið á honum í draumi og sagði honum að óttast ekki. Og Jósef gerðist einn af öllum þeim sterku körlum sem gengið hafa börnum í föðurstað sem þeir áttu ekkert í. Við lifum á áhugaverðum tímum í vestrænni menningu þar sem áhrif stigveldissamskipta eru orðin á almanna vitorði þannig að nú er t.d. viðurkennt að kynbundinn yfirgangur snýst ekki um kynþörf heldur vald. Sömuleiðis er okkur orðið ljóst að fátækt snýst ekki um græðgi sumra á kostnað annarra heldur um vald. Við lifum í heimi þar sem gamlir karlar, sem hafa það meginmarkmið að verða rík lík, hafa hin æðstu völd. Ágústínus keisari er í jólaguðspjallinu, Trump og Pútín í okkar nútíma. Svo kemur alltaf einhver Heródes konungur eða Kim Jong-un og allt verður brjálað hjá körlunum svo þeir fara að drepa börn eða glingra með kjarnorkusprengjur. Aðalpæling kristinna jóla er sú að höfundur lífsins hafi tekið á sig genamengi vistkerfisins með því að fæðast sem barn. Með því er verið að meina það, sem náttúruvísindin líka sjá, að veruleikinn er allur samtengdur sem einn líkami. Sem kristinn maður get ég orðað það svo: Allt vistkerfið er líkami Guðs. Barnið í jötunni minnir mig á að lífið er undursamlegt og viðkvæmt og það fylgir því ábyrgð að vera manneskja. Í stað stigveldissamskipta er snjallara að iðka jafningjasamskipti eins og Jósef og María. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun
Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins. En vegna þess að hann var alvöru karlmaður þá vildi hann ekki beita kærustuna valdi með því að drusluvæða hana en hugðist slíta sambandinu í kyrrþey. Þá vitraðist honum engill Guðs sem talaði beint inn í taugakerfið á honum í draumi og sagði honum að óttast ekki. Og Jósef gerðist einn af öllum þeim sterku körlum sem gengið hafa börnum í föðurstað sem þeir áttu ekkert í. Við lifum á áhugaverðum tímum í vestrænni menningu þar sem áhrif stigveldissamskipta eru orðin á almanna vitorði þannig að nú er t.d. viðurkennt að kynbundinn yfirgangur snýst ekki um kynþörf heldur vald. Sömuleiðis er okkur orðið ljóst að fátækt snýst ekki um græðgi sumra á kostnað annarra heldur um vald. Við lifum í heimi þar sem gamlir karlar, sem hafa það meginmarkmið að verða rík lík, hafa hin æðstu völd. Ágústínus keisari er í jólaguðspjallinu, Trump og Pútín í okkar nútíma. Svo kemur alltaf einhver Heródes konungur eða Kim Jong-un og allt verður brjálað hjá körlunum svo þeir fara að drepa börn eða glingra með kjarnorkusprengjur. Aðalpæling kristinna jóla er sú að höfundur lífsins hafi tekið á sig genamengi vistkerfisins með því að fæðast sem barn. Með því er verið að meina það, sem náttúruvísindin líka sjá, að veruleikinn er allur samtengdur sem einn líkami. Sem kristinn maður get ég orðað það svo: Allt vistkerfið er líkami Guðs. Barnið í jötunni minnir mig á að lífið er undursamlegt og viðkvæmt og það fylgir því ábyrgð að vera manneskja. Í stað stigveldissamskipta er snjallara að iðka jafningjasamskipti eins og Jósef og María.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun