Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. desember 2017 15:30 Hjónin Þórdís Bjarnadóttir og Ófeigur Ágúst áttu frábær og frönsk sous-vide jól. Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide. Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. Um er að ræða tæki sem gerir fólki kleift að elda matinn við stöðugan hita í vatni, en þetta mun vera frönsk eldunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til Frakklands. Hráefninu er pakkað í plast, eða vakumpakkað, og síðan eldað í vatni þar til það er tilbúið og réttum kjarnhita náð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Kjötiðnaðarmaðurinn Ófeigur Ágúst Leifsson varð fimmtugur á aðfangadag og fékk hann tvö Sous-Vide tæki í jólagjöf. Ófeigur er búsettur á Selfossi, sá um mötuneyti SS í mörg ár og er að hefja störf á Aski við Suðurlandsbraut, eftir nokkurra ára hlé.Fjallað um sous-vide í helstu matreiðsluþáttum „Við Íslendingar erum tækjaóð og eigum sennilega öll heimsmet þegar kemur að nýjum tækjum, en ég held að aðalástæðan fyrir því að þetta er að slá gjörsamlega í gegn núna er að það er fjallað um tækið í öllum helstu matreiðsluþáttum um heim allan,“ segir Ófeigur og bætir við að það sé ótrúlega auðvelt að nota sous-vide tæki. Ófeigur fékk tvö tæki á aðfangadag.Svona lítur tækið út.Vísir/vilhelm„Ég ætla ekki að skila öðru þeirra og langar bara að eiga þau bæði. Það er einmitt mjög hentugt að eiga tvö tæki, því þú ert oft með mismunandi hitastig á hráefninu. Þú ert kannski með nautakjöt, villibráð og kannski fisk líka. Til að getað eldað þetta á sama tíma þarf þetta að vera á mismunandi hitastigi. Svo er hægt að elda meðlætið einnig með þessari aðferð og jafnvel sósuna líka,“ segir Ófeigur sem prófaði tækin yfir jólin. „Ég eldaði andabringur og andaleggi með þessari aðferð. Ég var ekki nægilega ánægður með andabringurnar en andaleggirnir voru alveg æðislegir. Þessi tæki eru þrælsniðug og í sambandi við nautakjöt og steikurnar, þá nærðu alveg fullkomnari eldun. Þú hefur svo oft lent í vandræðum með þessar tegundir og þetta hráefni kostar oft mjög mikið. Það er því leiðinlegt að eyðileggja nautalundina og Sous-Vide gerir ferlið allt mun auðveldara.“Á að fækka mistökum Ófeigur segir að lokum að algengustu mistökin þegar kemur að nautakjöti sé að ofsteikja kjötið, en sous-vide ætti að fækka þeim mistökum. „Ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og ég var svona á báðum áttum til að byrja með. Hráefniskunnátta mín er töluvert umfangsmeiri en hjá almennum kokki og því var ég nokkuð skeptískur til að byrja með, en tækið stóðst væntingar og gott betur en það.“Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvernig fólk getur lofttæmt poka án þess að nota til þess sérstaka vél. Mikilvægt þegar kemur að sous-vide.
Jól Matur Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00