Jólakort Kardashian-fjölskyldunnar í máli og myndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2017 19:30 Jólakort fjölskyldunnar eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir bíða með eftirvæntingu eftir jólakorti Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar ár hvert og hefur skapast rík hefð hjá fjölskyldunni að leggja metnað í jólakortin sín. Margir eru samt á því að kortin snúist meira um að koma fjölskyldunni á framfæri en að óska fólki gleðilegra jóla, en um það má þræta fram og til baka. Við ákváðum að kíkja á nokkur jólakort frá fjölskyldunni í gegnum tíðina og byrjum að sjálfsögðu á því nýjasta sem afhjúpað var fyrir þessi jól. Jólakortið í ár er fallegt og einfalt. Vonbrigði ársins? Kardashian-Jenner-klanið ákvað að breyta til þessi jólin og birti eina mynd á hverjum degi frá 1. desember til 24. desember til að hita upp fyrir jólakortið sem var síðan opinberað á Jóladag. Jólakortið er frekar lágstemmt í ár en myndina tók Eli Russell Linnetz. Á myndinni eru allir í stíl, í gallaefni og hvítu og forláta jólatré fær einnig hlutverk í uppstillingunni. Á myndina vantar hina óléttu Kylie Jenner og ærslabelginn Rob Kardashian sem hafa látið lítið fyrir sér fara á árinu. Kylie er vinsæl fyrirsæta og samfélagsmiðlastjarna og þótti mörgum það vera mestu vonbrigði ársins að hún hafi ekki verið á kortinu. Þeir sem eru hins vegar á kortinu eru systurnar Khloe, Kourtney og Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner. Mary Jo Houghton, móðir Kris, er einnig á myndinni sem og Kendall Jenner, dóttir Kris og Caitlyn Jenner. Svo eru það Penelope, Mason og Reign Disick, börn Kourtney sem hún á með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. Svo eru þarna líka Saint og North West, börn Kim Kardashian og Kanye West, sem og Dream Kardashian, dóttir hins fyrrnefnda Rob Kardashian. Ofboðslega fallegar systur. Þrjú K í stíl Eitt af fyrstu jólakortunum frá Kardashian-fjölskyldunni var þetta hér með Kim, Khloe og Kourtney í aðalhlutverki. Þetta kort er frá árinu 1985 og voru systurnar þrjár klæddar í stíl. Lengst til vinstri er Kim, síðan Khloe og síðust er Kourtney. Krúttsprengjur! Hressandi jólakort! Cowabunga! Kris Jenner skildi við lögfræðinginn Robert Kardashian árið 1991 og byrjaði með Ólympíuverðlaunahafanum Bruce Jenner, sem í dag heitir Caitlyn eftir kynleiðréttingarferli. Til að fagna samruna þessara tveggja fjölskyldna höfðu þau jólakortið frekar flippað það árið og var Turtles aðalmálið. Mun þetta vera eitt af fáum jólakortum frá fjölskyldunni sem hefur haft eitthvað með húmor að gera. Virkilega jólalegt og fallegt kort. Nýfædd Kendall í aðalhlutverki Á jólakortinu árið 1995 stal nýfædd Kendall Jenner senunni, en hún er fædd þann 3. nóvember það ár. Á myndinni má sjá Brandon, Casey og Burt Jenner, börn Caitlyn úr fyrra sambandi, ásamt Kardashian-börnunum Kourtney, Kim, Khloe og Rob. Kim Kardashian er hér fyrir miðju myndarinnar, aðeins sextán ára gömul. Þess má geta að fjölskylduvinurinn Ron Hardy klæddi sig upp sem jólasveinn og tók þátt í myndatökunni. Glæsileg fjölskylda. Nú er það rautt - og svart Þemað var rautt og svart árið 2008 og fengu konurnar í fjölskyldunni alla athygli óskipta í dramatískum, rauðum kjólum. Karlmennirnir Caitlyn, þá Bruce, og Rob völdu klassísk, svört jakkaföt. Óljóst er af hverju yngsta barnið, Kylie Jenner, þurfti að klifra uppí stiga á myndinni. Skemmtileg hugmynd. Jólakort í þrívídd Kardashian-klanið fylgist með nýjustu tækni og vísindum og bauð upp á jólakort í þrívídd árið 2011. Kortið var frekar dökkt og drungalegt en á það vantaði áþreifanlega Kris Humphries, fyrrverandi eiginmann Kim Kardashian. Líklegt er að hann hafi verið maskaður út þar sem Kim sótti um skilnað stuttu áður en kortið var afhjúpað, eftir aðeins 72ja daga hjónaband. Þetta er með flottari jólakortum. Stanslaus fjölmiðlasirkus Jólakortið árið 2013 er líklegast það jólakort frá fjölskyldunni sem hefur vakið hvað mesta athygli, enda einstaklega glæsilegt. Það virtist senda þau skilaboð að líf fjölskyldunnar væri stanslaus fjölmiðlasirkus og var fókusinn settur á foreldra og börn og fengu menn Kardashian-systranna, Kanye West, Lamar Odom og Scott Disick, ekki að vera með. Tja, allavega ekki holdi klæddir, en ef rýnt er í kortið má sjá úrklippur og tímaritaforsíður með andlitum þeirra á. Rob Kardashian fékk ekki heldur að vera með en samband hans við fjölskyldu sína hefur verið afar stormasamt í gegnum tíðina. Myndin var tekin af ljósmyndaranum David LaChapelle, sem er góður vinur eiginmanns Kim, Kanye West. Einlægt jólakort. Fyrir börnin Árið 2015 var erfitt fyrir Kardashian-Jenner-fjölskylduna. Bruce Jenner lauk kynleiðréttingarferlinu og gat loksins gengið stoltur um sem Caitlyn Jenner. Scott Disick, fyrrverandi maður Kourtney, var hvergi sjáanlegur fyrripart árs og um miðbik ársins var tilkynnt um sambandsslit þeirra tveggja. Í ljósi þessa ákvað fjölskyldan að bjóða upp á lágstemmt jólakort þar sem yngsta kynslóðin fékk alla athyglina. Á myndinni eru, frá vinstri, North West, Penelope, Mason og Reign Disick. Á myndina vantar bróður North, Saint, en hann fæddist þann 5. desember þetta árið og var aðeins of ungur fyrir myndatökuna. Jól Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira
Margir bíða með eftirvæntingu eftir jólakorti Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar ár hvert og hefur skapast rík hefð hjá fjölskyldunni að leggja metnað í jólakortin sín. Margir eru samt á því að kortin snúist meira um að koma fjölskyldunni á framfæri en að óska fólki gleðilegra jóla, en um það má þræta fram og til baka. Við ákváðum að kíkja á nokkur jólakort frá fjölskyldunni í gegnum tíðina og byrjum að sjálfsögðu á því nýjasta sem afhjúpað var fyrir þessi jól. Jólakortið í ár er fallegt og einfalt. Vonbrigði ársins? Kardashian-Jenner-klanið ákvað að breyta til þessi jólin og birti eina mynd á hverjum degi frá 1. desember til 24. desember til að hita upp fyrir jólakortið sem var síðan opinberað á Jóladag. Jólakortið er frekar lágstemmt í ár en myndina tók Eli Russell Linnetz. Á myndinni eru allir í stíl, í gallaefni og hvítu og forláta jólatré fær einnig hlutverk í uppstillingunni. Á myndina vantar hina óléttu Kylie Jenner og ærslabelginn Rob Kardashian sem hafa látið lítið fyrir sér fara á árinu. Kylie er vinsæl fyrirsæta og samfélagsmiðlastjarna og þótti mörgum það vera mestu vonbrigði ársins að hún hafi ekki verið á kortinu. Þeir sem eru hins vegar á kortinu eru systurnar Khloe, Kourtney og Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner. Mary Jo Houghton, móðir Kris, er einnig á myndinni sem og Kendall Jenner, dóttir Kris og Caitlyn Jenner. Svo eru það Penelope, Mason og Reign Disick, börn Kourtney sem hún á með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. Svo eru þarna líka Saint og North West, börn Kim Kardashian og Kanye West, sem og Dream Kardashian, dóttir hins fyrrnefnda Rob Kardashian. Ofboðslega fallegar systur. Þrjú K í stíl Eitt af fyrstu jólakortunum frá Kardashian-fjölskyldunni var þetta hér með Kim, Khloe og Kourtney í aðalhlutverki. Þetta kort er frá árinu 1985 og voru systurnar þrjár klæddar í stíl. Lengst til vinstri er Kim, síðan Khloe og síðust er Kourtney. Krúttsprengjur! Hressandi jólakort! Cowabunga! Kris Jenner skildi við lögfræðinginn Robert Kardashian árið 1991 og byrjaði með Ólympíuverðlaunahafanum Bruce Jenner, sem í dag heitir Caitlyn eftir kynleiðréttingarferli. Til að fagna samruna þessara tveggja fjölskyldna höfðu þau jólakortið frekar flippað það árið og var Turtles aðalmálið. Mun þetta vera eitt af fáum jólakortum frá fjölskyldunni sem hefur haft eitthvað með húmor að gera. Virkilega jólalegt og fallegt kort. Nýfædd Kendall í aðalhlutverki Á jólakortinu árið 1995 stal nýfædd Kendall Jenner senunni, en hún er fædd þann 3. nóvember það ár. Á myndinni má sjá Brandon, Casey og Burt Jenner, börn Caitlyn úr fyrra sambandi, ásamt Kardashian-börnunum Kourtney, Kim, Khloe og Rob. Kim Kardashian er hér fyrir miðju myndarinnar, aðeins sextán ára gömul. Þess má geta að fjölskylduvinurinn Ron Hardy klæddi sig upp sem jólasveinn og tók þátt í myndatökunni. Glæsileg fjölskylda. Nú er það rautt - og svart Þemað var rautt og svart árið 2008 og fengu konurnar í fjölskyldunni alla athygli óskipta í dramatískum, rauðum kjólum. Karlmennirnir Caitlyn, þá Bruce, og Rob völdu klassísk, svört jakkaföt. Óljóst er af hverju yngsta barnið, Kylie Jenner, þurfti að klifra uppí stiga á myndinni. Skemmtileg hugmynd. Jólakort í þrívídd Kardashian-klanið fylgist með nýjustu tækni og vísindum og bauð upp á jólakort í þrívídd árið 2011. Kortið var frekar dökkt og drungalegt en á það vantaði áþreifanlega Kris Humphries, fyrrverandi eiginmann Kim Kardashian. Líklegt er að hann hafi verið maskaður út þar sem Kim sótti um skilnað stuttu áður en kortið var afhjúpað, eftir aðeins 72ja daga hjónaband. Þetta er með flottari jólakortum. Stanslaus fjölmiðlasirkus Jólakortið árið 2013 er líklegast það jólakort frá fjölskyldunni sem hefur vakið hvað mesta athygli, enda einstaklega glæsilegt. Það virtist senda þau skilaboð að líf fjölskyldunnar væri stanslaus fjölmiðlasirkus og var fókusinn settur á foreldra og börn og fengu menn Kardashian-systranna, Kanye West, Lamar Odom og Scott Disick, ekki að vera með. Tja, allavega ekki holdi klæddir, en ef rýnt er í kortið má sjá úrklippur og tímaritaforsíður með andlitum þeirra á. Rob Kardashian fékk ekki heldur að vera með en samband hans við fjölskyldu sína hefur verið afar stormasamt í gegnum tíðina. Myndin var tekin af ljósmyndaranum David LaChapelle, sem er góður vinur eiginmanns Kim, Kanye West. Einlægt jólakort. Fyrir börnin Árið 2015 var erfitt fyrir Kardashian-Jenner-fjölskylduna. Bruce Jenner lauk kynleiðréttingarferlinu og gat loksins gengið stoltur um sem Caitlyn Jenner. Scott Disick, fyrrverandi maður Kourtney, var hvergi sjáanlegur fyrripart árs og um miðbik ársins var tilkynnt um sambandsslit þeirra tveggja. Í ljósi þessa ákvað fjölskyldan að bjóða upp á lágstemmt jólakort þar sem yngsta kynslóðin fékk alla athyglina. Á myndinni eru, frá vinstri, North West, Penelope, Mason og Reign Disick. Á myndina vantar bróður North, Saint, en hann fæddist þann 5. desember þetta árið og var aðeins of ungur fyrir myndatökuna.
Jól Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira