Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Ritstjórn skrifar 11. desember 2017 15:15 Þessar fregnir ættu að gleðja aðdáendur seríunnar Big Little Lies, sem sló svo sannarlega í gegn á árinu en nú er búið að staðfesta að önnur sería er væntanleg. Serían sópaði til sín verðlauna á árinu þar sem Nicole Kidman og Reese Witherspoon fóru á kostum en báðar hafa þær nú skrifað undir samning um að vera með í næstu seríu. Ennþá er verið að semja við hinar stjörnur þáttana Shailene Woodley, Lauru Dern og Zoë Kravitz en HBO býst fastlega við að þær verði með. Ólíklegt er þó að leikarinn Alexander Skarsgård verði með aftur, þar sem (þeir sem hafa ekki séð seríu 1 geta hætt að lesa hér) hann lést í síðustu seríu. „Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag. Ég er þakklát að fá tækifæri til að þróa þessa kvenkyns karaktera og vinna með vinum mínum,“ sagði Kidman er hún staðfesti endurkomuna á skjáinn. Leikstjóri annarrar seríu er Andrea Arnold - við getum ekki annað sagt en að við getum ekki beðið! via GIPHY Mest lesið Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour
Þessar fregnir ættu að gleðja aðdáendur seríunnar Big Little Lies, sem sló svo sannarlega í gegn á árinu en nú er búið að staðfesta að önnur sería er væntanleg. Serían sópaði til sín verðlauna á árinu þar sem Nicole Kidman og Reese Witherspoon fóru á kostum en báðar hafa þær nú skrifað undir samning um að vera með í næstu seríu. Ennþá er verið að semja við hinar stjörnur þáttana Shailene Woodley, Lauru Dern og Zoë Kravitz en HBO býst fastlega við að þær verði með. Ólíklegt er þó að leikarinn Alexander Skarsgård verði með aftur, þar sem (þeir sem hafa ekki séð seríu 1 geta hætt að lesa hér) hann lést í síðustu seríu. „Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag. Ég er þakklát að fá tækifæri til að þróa þessa kvenkyns karaktera og vinna með vinum mínum,“ sagði Kidman er hún staðfesti endurkomuna á skjáinn. Leikstjóri annarrar seríu er Andrea Arnold - við getum ekki annað sagt en að við getum ekki beðið! via GIPHY
Mest lesið Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour