Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 12. desember 2017 09:00 Edda Björk Þórðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, svarar spurningum lesenda. Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?Svar: Þessar vikurnar upplifum við byltingu sem ætlað er að brjóta niður þöggunarmúrana sem umlykja kynferðisofbeldi. Um leið íhugum við hvernig við getum sýnt þeim stuðning sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og opinberað reynslu sína. Það þarf mikinn kjark til að stíga þetta skref. Stuðningur ástvina skiptir miklu máli, að vera virkur hlustandi, að sýna skilning og samkennd og hlusta á frásögn þolandans án þess að grípa fram í eða dæma. Krefjast ekki ítarlegra skýringa heldur leyfa þolandanum að ráða því hverju hann treystir sér til að segja frá og hafa í huga að áfallaminningar eru oft brotakenndar og sumir muna ekki eftir ákveðnum hluta atburðarins. Forðumst að dæma þolandann fyrir hegðun sem tengist atburð- inum eða segja viðkomandi að gleyma ofbeldinu eða komast yfir það. Gefum ekki í skyn að ofbeldið sé þolandanum að kenna, gerum ekki lítið úr áfallinu eða drögum frásögnina í efa. Minntu þolandann á að þú ert til staðar og minnum ástvini okkar á hversu vænt okkur þykir um þau. Að vera til staðar fyrir vini og fjölskyldu, að veita þeim skilning og stuðning getur verið ómetanlegt í bataferli eftir alvarlegt áfall. Fyrir þá sem eiga kunningja sem hafa greint opinberlega frá ofbeldi eru margar fallegar leiðir til að sýna stuðning. Til dæmis að segja þeim hvað þér þyki virðingarvert að stíga þetta skref eða hvað þér þyki leitt að frétta af þessari reynslu, án þess að spyrja ítarlega um atburðinn.Niðurstaða: Með því mikilvægasta sem aðstandandi getur gert er að vera til staðar, vera virkur hlustandi og sýna þolandanum skilning og samkennd. Heilsa Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið
Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?Svar: Þessar vikurnar upplifum við byltingu sem ætlað er að brjóta niður þöggunarmúrana sem umlykja kynferðisofbeldi. Um leið íhugum við hvernig við getum sýnt þeim stuðning sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og opinberað reynslu sína. Það þarf mikinn kjark til að stíga þetta skref. Stuðningur ástvina skiptir miklu máli, að vera virkur hlustandi, að sýna skilning og samkennd og hlusta á frásögn þolandans án þess að grípa fram í eða dæma. Krefjast ekki ítarlegra skýringa heldur leyfa þolandanum að ráða því hverju hann treystir sér til að segja frá og hafa í huga að áfallaminningar eru oft brotakenndar og sumir muna ekki eftir ákveðnum hluta atburðarins. Forðumst að dæma þolandann fyrir hegðun sem tengist atburð- inum eða segja viðkomandi að gleyma ofbeldinu eða komast yfir það. Gefum ekki í skyn að ofbeldið sé þolandanum að kenna, gerum ekki lítið úr áfallinu eða drögum frásögnina í efa. Minntu þolandann á að þú ert til staðar og minnum ástvini okkar á hversu vænt okkur þykir um þau. Að vera til staðar fyrir vini og fjölskyldu, að veita þeim skilning og stuðning getur verið ómetanlegt í bataferli eftir alvarlegt áfall. Fyrir þá sem eiga kunningja sem hafa greint opinberlega frá ofbeldi eru margar fallegar leiðir til að sýna stuðning. Til dæmis að segja þeim hvað þér þyki virðingarvert að stíga þetta skref eða hvað þér þyki leitt að frétta af þessari reynslu, án þess að spyrja ítarlega um atburðinn.Niðurstaða: Með því mikilvægasta sem aðstandandi getur gert er að vera til staðar, vera virkur hlustandi og sýna þolandanum skilning og samkennd.
Heilsa Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið