Nýjasta mynd Clint Eastwood skartar alvöru hetjum í aðalhlutverki Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 15:43 Myndin segir frá því þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest. Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein