Moore játar ekki ósigur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Doug Jones, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Alabama. Hann fékk 20.000 fleiri atkvæði en frambjóðandi Repúblikana. Nordicphotos/AFP Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. Moore tapaði með minnsta mun en einungis 20.000 atkvæði af 1,3 milljónum skildu frambjóðendurna að. Verður Jones því fyrsti Demókratinn til að sitja í öldungadeildinni fyrir Demókrata í aldarfjórðung. Moore játaði sig hins vegar ekki sigraðan í gær og hafði hann ekki gert það þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Þegar svona mjótt er á munum er þetta ekki búið,“ sagði Repúblikaninn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri, við stuðningsmenn sína í fyrrinótt. John Merrill, innanríkisráðherra Alabama, sagði í viðtali við CNN í gær að Moore væri svo sannarlega ekki sigurvegari kosninganna. Jafnframt sagði hann að ekki yrði ráðist sjálfkrafa í endurtalningu atkvæða. „Ég er viss um að þetta skiptir framboð hans máli og ég er viss um að þetta skiptir ýmsa aðra máli. Ég er hins vegar ekki viss um að Doug Jones hafi miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Merrill. Rík hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að sá sem lýtur í lægra haldi hringi í sigurvegarann í kjölfar kosninga og færi honum hamingjuóskir. Þess er skemmst að minnast að í aðdraganda forsetakosninga síðasta árs neitaði Trump að heita því að virða niðurstöður kosninganna og hringja slíkt símtal án þess að gengið væri úr skugga um að ekki hefði verið svindlað á honum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. Moore tapaði með minnsta mun en einungis 20.000 atkvæði af 1,3 milljónum skildu frambjóðendurna að. Verður Jones því fyrsti Demókratinn til að sitja í öldungadeildinni fyrir Demókrata í aldarfjórðung. Moore játaði sig hins vegar ekki sigraðan í gær og hafði hann ekki gert það þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Þegar svona mjótt er á munum er þetta ekki búið,“ sagði Repúblikaninn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri, við stuðningsmenn sína í fyrrinótt. John Merrill, innanríkisráðherra Alabama, sagði í viðtali við CNN í gær að Moore væri svo sannarlega ekki sigurvegari kosninganna. Jafnframt sagði hann að ekki yrði ráðist sjálfkrafa í endurtalningu atkvæða. „Ég er viss um að þetta skiptir framboð hans máli og ég er viss um að þetta skiptir ýmsa aðra máli. Ég er hins vegar ekki viss um að Doug Jones hafi miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Merrill. Rík hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að sá sem lýtur í lægra haldi hringi í sigurvegarann í kjölfar kosninga og færi honum hamingjuóskir. Þess er skemmst að minnast að í aðdraganda forsetakosninga síðasta árs neitaði Trump að heita því að virða niðurstöður kosninganna og hringja slíkt símtal án þess að gengið væri úr skugga um að ekki hefði verið svindlað á honum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57