Vill ná sömu stemningu og í sveitakirkju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:30 Sigríður Ósk, Ágúst, Hallveig, Lenka og Sigurður ætla að skapa hátíðlegt andrúmsloft í kirkjunni. Vísir/Anton Brink Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Lokaæfingin áðan var æðisleg. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona glaðlega þegar hún er spurð út í jólatónleikana sem hún stendur fyrir í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, föstudag, og hefjast klukkan 20. Hún segir þá fara fram við tindrandi kertaljós og heita Sígild jól. „Ég stefni að því að gera þá að árvissum viðburði og fá til liðs við mig hina ýmsu félaga mína úr söngvarastétt,“ segir hún. Í ár syngja með Sigríði Ósk þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd, betur þekktur sem Nilli, verður kynnir kvöldsins. „Hugmyndin hjá mér er að reyna að ná svipaðri stemningu og í sveitakirkjum. Þar skapast svo mikil nánd milli áheyrenda og flytjenda. Þess vegna er líka bara söngur og orgel, reyndar bætum við sellói við til að ná meiri dýpt,“ segir Sigríður Ósk. Er þá ekki Seltjarnarneskirkja óþarflega stór? „Nei, hún er nefnilega ekki svo stór og orgelið er niðri sem er stór þáttur í því að ná þeirri nánd sem við viljum. Við héldum tónleika þar á þessum tíma í fyrra, þá upplifðum við einstaka stemningu og jólaandinn mætti. Við erum að vona að það gerist aftur.“ En hvað er á dagskránni? „Það eru sálmar, íslensk og erlend jólalög og þjóðlög og við skjótum líka inn gullmolum úr óperum eftir Mozart og Händel. Meðal annars syngjum við tríó úr Così fan tutte sem er eitt fallegasta tríó sem Mozart samdi. Einnig syngjum við Hallveig saman Heims um ból. Það er útsetning sem hún Sigríður Ella, söngkennarinn minn, gróf upp. Hún söng hana þegar hún var lítil. Alveg ótrúlega falleg. Við vitum ekki eftir hvern sú útsetning er, þetta eru gamlar nótur.“ Sigríður Ósk segir að Lenka, Sigurður og hún hafi æft í nóvember því þau hafi farið með hluta dagskrárinnar til Strassborgar í Frakklandi á opnunarhátíð stærsta jólamarkaðar í Evrópu þar sem Ísland er heiðursgestur. „Við komum fram í Cathredal Notre Dame, risastórri kirkju í miðri borginni. Þetta voru opnir tónleikar, allir velkomnir og kirkjan fylltist næstum. En ljósin voru svo sterk á okkur flytjendunum að við sáum ekki neitt. Reyndum bara að finna fyrir fólkinu,“ lýsir hún og lofar því að lýsingin verði notalegri í Seltjarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira