Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið hitamál í Ástralíu svo árum skiptir. George Pell kardinála var mótmælt í fyrra fyrir að hylma yfir með barnaníðingum. Voru hann og páfi hvattir til að opinbera brotin. Nordicphotos/AFP Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira