Fótbolti

Guardian: Ísland hluti af HM-martraðarriðli Englendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Wayne Rooney á EM 2016.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Wayne Rooney á EM 2016. Vísir/Getty
Englendingar eru ekki búnir að gleyma tapinu á móti Íslendingum í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í Frakklandi 2016.

Guardian hefur tekið saman drauma- og martraðarriðil enska landsliðsins þegar dregið verður í dag og er íslenska landsliðið hluti af öðrum þeirra.

Einhverjir myndu kannski halda að Englendingar vildu ólmir hefna fyrir tapið á EM 2016 og að Ísland væri því draumamótherji liðsins úr þriðja styrkleikaflokkknum.

Guardian er ekki á því, þvert á móti, menn þar á bæ setja íslenska landsliðið í martraðarriðl enska landsliðsins með Brasilíu og Nígeríu.

Erfiðasti riðill Englendinga samkvæmt styrkleikalista FIFA er þó riðill með Þýskalandi, Kosta Ríka og Nígeríu.

Erfiðasti riðill Englendinga samkvæmt FIFA-listanum:

Þýskaland

England

Kosta Ríka

Nígería

Erfiðasti riðill Englendinga samkvæmt mati Guardian:

Brasilía

England

Ísland

Nígería



Léttasti riðill Englendinga samkvæmt FIFA-listanum:

Rússland

England

Senegal

Sádí Arabía

Léttasti riðill Englendinga samkvæmt mati Guardian:

Pólland

England

Túnis

Panama

Það er hægt að lesa meira frá Guardian hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×