Íslensk raftónlistarveisla á Paloma Tinni Sveinsson skrifar 1. desember 2017 17:30 Oculus flytur nýtt efni á Paloma á morgun og sér um tónleikaröð þar sem íslensk raftónlist er í aðalhlutverki. Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“