Bílskúrinn: Uppgjör ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. desember 2017 19:45 Hópmynd ökumanna Vísir/Getty Formúlu 1 tímabilinu lauk í Abú Dabí síðustu helgi. Það er því viðeigandi að Bílskúrinn líti yfir farinn veg og skoði það helsta sem er að frétta af tímabilinu. Hver var í raun bestur árið 2017? Gamlir framleiðendur endurnýja kynni sín við Formúlu 1, var Lewis Hamilton alltaf að fara að verða meistari? Hvernig verður baráttan á næsta ári og hverjar eru helstu breytingarnar á bílunum fyrir næsta ár? Bílskúrinn mun reyna eftir fremsta megni að varpa ljósi á þessi atriði.Lewis Hamilton var bestur, eftir þeim mælikvörðum sem skipta máli.Vísir/GettyHver var bestur 2017? Lewis Hamilton varð heimsmeistari ökumanna, næsta auðveldlega. Er ekki augljóst að hann var bestur á árinu? Það fer eftir þeim mælikvörðum sem notaðir eru. Hamilton tókst óumdeilanlega að safna flestum stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna á tímabilinu. Hann vann flestar keppnir og náði í flesta ráspóla. Þarf að rökstyðja það eitthvað frekar? Það er tvennt sem Bílskúrinn vill velta upp. Í fyrsta lagi var Sebastian Vettel efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna fyrir sumarfrí. Hver veit hvað orðið hefði ef Ferrari bíllinn hefði ekki verið ennþá í sumarfríi fyrstu þrjár keppnirnar eftir að aðrir voru mættir aftur til vinnu eftir frí. Þetta er eins og deila tveggja sköllóttra manna um greiðu, tilgangslaust þvaður. Í öðru lagi má þó skoða óhefðbundinn en afar áhugaverðan mælikvarða. Hversu marga hringi á tímabilinu óku menn í einu af fyrstu þremur sætunum. Þar er efstur á blaði Valtteri Bottas með 822 hringi, Hamilton er annar með 794 hringi, Vettel þriðji með 777 hringi, Kimi Raikkonen fjórði með 419 hringi, Daniel Ricciardo fimmti með 399 hringi og Max Verstappen sjötti með 264 hringi. Aðrir ökumenn náðu ekki 100 hringjum. Samkvæmt þessu var Valtteri Bottas líklegastur til að vera á verðlaunapalli á hverjum gefnum tímapunkti á tímabilinu. En Hamilton var samt bestur í ár, eins og áður var rakið, enda heimsmeistari!Alfa Romeo Sauber verður hvítur með vínrauðum flekk.Vísir/GettyAlfa Romeo og Aston Martin snúa afturAlfa Romeo Sauber og Aston Martin Red Bull Racing verða ný nöfn Sauber og Red Bull liðanna í Formúlu 1 á næsta ári. Þessir fornfrægu framleiðendur hyggjast snúa aftur til keppni á næsta ári í Formúlu 1. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi beggja framleiðenda. Aston Martin hefur átt í samstarfi við Red Bull um árabil. Nú hefur verið staðfest að næsta skref verði stigið í því samstarfi, það er að nafn Aston Martin verður hluti af nafni liðsins. Aðkoma Aston Martin mun samkvæmt framkvæmdastjóra Aston Martin verða „afar greinileg á útliti bílsins.“ Einhverjir eru þegar farnir að gera sér vonir um að hann veðri dökk grænn, sem hefur verið einkennislitur Aston Martin í gegnum tíðina. Aðkoma Alfa Romeo að Sauber er að mörgum talin tilraun Ferrari, sem er hluti af sömu fyrirtækjasamstæðu og Alfa Romeo til að eignast systurlið. Hugmyndin er ekki ósvipuð og samstarf Toro Rosso og Red Bull. Þetta sést vel á því að Charles Leclerc hefur verið ráðinn ökumaður Alfa Romeo Sauber á næsta ári. Leclerc er ungur ökumaður sem hefur verið á mála hjá Ferrari í nokkurn tíma. Hann þykir líklegur arftaki Kimi Raikkonen hjá Ferrari á næstu árum. Leclerc mun aka við hlið Marcus Ericson á næsta ári.Valtteri Bottas ætlar sér að verða betri á næsta ári.Vísir/GettyHver verður bestur á næsta ári?Það er ekkert sem bendir til annars en að Hamilton haldi áfram að skara farm úr. Hann hefur ýjað að því í viðtölum undanfarið að nú sé markið sett á sjö titla, til að jafna Michael Schumacher. Til þess þarf hann þrjá í viðbót. Hann hefur metnaðinn og getuna til þess. Hann hefur þó sagt að hann vilji ekki verja öllum sínum bestu árum í Formúlu 1 heldur prófa aðra hluti sem lífið hefur upp á að bjóða. Vettel er afar líklegur til árangurs árið 2018. Ef Ferrari nær öðru eins framfaraskrefi á milli áranna 2017 og 18 og liðið gerði frá 2016 til 17 þá er víst að hætta er á ferðum. Það er þó engin hætta á öðru en að Red Bull menn haldi hið minnsta áfram að stríða Ferrari og Mercedes mönnum. Bottas, verður betri á næsta ári það er næsta víst. Hann varð betri og stöðugari eftir því sem leið á tímabilið. Finninn hefur eflaust lært margt og ætlar sér eflaust að nota veturinn vel til að læra enn meira. Hann hefur á köflum sýnt hraða sem ekki einu sinni Hamilton gat skákað. Nýjasta dæmið um það er tímatakan í Abú Dabí. Þvílík negla sem það var. Spá Bílskúrsins verður ekki afhjúpuð að svo stöddu. Eins og Nico Rosberg sannaði í fyrra þá er aldrei að vita hvað gerist í Formúlu 1. Spáin verður geymd ofan í skúffu þangað til á nýju ári.Red Bull ætlar sér stóra hluti á næsta ári.Vísir/GettyMá búast við meiri spennu á næsta ári?Já er einfaldlega svarið við því. Bottas veitir Hamilton harðari samkeppni eftir að hann verður kominn betur inn í málin hjá Mercedes, Ferrari mun aldrei hætta að berjast. Red Bull liðið er afar líklegt til stórverka á næsta ári. Svo virðist sem vindgöng Red Bull liðsins hafi verið að svíkja það framan af árinu 2017. Það hefur sýnt sig að eftir að menn þar á bæ áttuðu sig á því þá villunni hefur liðið verið í stöðugri sókn. Viljinn var mikill innan liðsins til að halda því flugi áfram yfir á næsta ár. Þá er aldrei að vita hvað orkudrykkjaframleiðandinn getur töfrað fram á næsta ári. Það má ekki gleyma því að ef Ferrari bíllinn hefði hangið heill, kertin hefðu ekki verið að stríða þeim, þá hefði spennan verið töluvert meiri í ár.McLaren menn fóru ekki varhluta af varahlutanotkun í ár.Vísir/GettyBreytingarnar fyrir 2018Hákarlaugginn verður látinn fjúka. Hann er að mati blaðamanns eitt það ljóasta sem sett hefur verið á Formúlu 1 bíla. Mclaren liðið beitti neitunarvaldi sínu og tryggði aðdáendum fallegri bíla fyrir vikið. Þetta gerði McLaren í óþökk allra annarra liða. Geislabaugurinn er líklegasta lausnin til að verða við aukinni kröfu um höfuðvernd á næsta ári. Geislabaugurinn þykir ekkert sérstaklega fallegur en hann mun venjast að mati blaðamanns. Eins eru uppi hugmyndir um að gera geislabaug þess sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna öðruvísi á litinn en allra annarra, ekki ósvipað gulu treyjunni í Tour de France hjólreiðakeppninni. Auk þessara breytinga stendur til að krefja hvern vélarhlut um að koma bílunum lengra, í stað fjögurra véla sem hver ökumaður mátti nota refsilaust í ár, þá verða þær þrjár á næsta ári. Rafallinn verður einungis heimilaður í tveimur eintökum í stað fjögurra ásamt rafhlöðum og tölvukerfi. Það má því búast við meira af refsingum og ef þetta ár er eitthvað til að dæma eftir þá verður Toro Rosso liðið í mestum vandræðum, en þeir verða með Honda mótor um borð 2018. Stoffel Vandoorne sem var með Honda vél um borð í McLaren bíl sínum í ár var búinn að nota 10 af sumum íhlutum þegar 14 keppnum var lokið. Vonandi tekst Honda þó að stíga upp á næsta ári. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég varð þriðji í ár og ætla að verða betri á næsta ári Valtteri Bottas á Mercedes vann sína þriðju keppni á ferlinum og tímabilinu í dag. Hann vann síðustu keppni tímabilsins í Abú Dabí. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. nóvember 2017 23:30 Valtteri Bottas vann í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 26. nóvember 2017 14:38 Bottas vann baráttuna í Abú Dabí | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik Formúlu 1 kappakstursins í Abú Dabí. 26. nóvember 2017 15:50 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 tímabilinu lauk í Abú Dabí síðustu helgi. Það er því viðeigandi að Bílskúrinn líti yfir farinn veg og skoði það helsta sem er að frétta af tímabilinu. Hver var í raun bestur árið 2017? Gamlir framleiðendur endurnýja kynni sín við Formúlu 1, var Lewis Hamilton alltaf að fara að verða meistari? Hvernig verður baráttan á næsta ári og hverjar eru helstu breytingarnar á bílunum fyrir næsta ár? Bílskúrinn mun reyna eftir fremsta megni að varpa ljósi á þessi atriði.Lewis Hamilton var bestur, eftir þeim mælikvörðum sem skipta máli.Vísir/GettyHver var bestur 2017? Lewis Hamilton varð heimsmeistari ökumanna, næsta auðveldlega. Er ekki augljóst að hann var bestur á árinu? Það fer eftir þeim mælikvörðum sem notaðir eru. Hamilton tókst óumdeilanlega að safna flestum stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna á tímabilinu. Hann vann flestar keppnir og náði í flesta ráspóla. Þarf að rökstyðja það eitthvað frekar? Það er tvennt sem Bílskúrinn vill velta upp. Í fyrsta lagi var Sebastian Vettel efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna fyrir sumarfrí. Hver veit hvað orðið hefði ef Ferrari bíllinn hefði ekki verið ennþá í sumarfríi fyrstu þrjár keppnirnar eftir að aðrir voru mættir aftur til vinnu eftir frí. Þetta er eins og deila tveggja sköllóttra manna um greiðu, tilgangslaust þvaður. Í öðru lagi má þó skoða óhefðbundinn en afar áhugaverðan mælikvarða. Hversu marga hringi á tímabilinu óku menn í einu af fyrstu þremur sætunum. Þar er efstur á blaði Valtteri Bottas með 822 hringi, Hamilton er annar með 794 hringi, Vettel þriðji með 777 hringi, Kimi Raikkonen fjórði með 419 hringi, Daniel Ricciardo fimmti með 399 hringi og Max Verstappen sjötti með 264 hringi. Aðrir ökumenn náðu ekki 100 hringjum. Samkvæmt þessu var Valtteri Bottas líklegastur til að vera á verðlaunapalli á hverjum gefnum tímapunkti á tímabilinu. En Hamilton var samt bestur í ár, eins og áður var rakið, enda heimsmeistari!Alfa Romeo Sauber verður hvítur með vínrauðum flekk.Vísir/GettyAlfa Romeo og Aston Martin snúa afturAlfa Romeo Sauber og Aston Martin Red Bull Racing verða ný nöfn Sauber og Red Bull liðanna í Formúlu 1 á næsta ári. Þessir fornfrægu framleiðendur hyggjast snúa aftur til keppni á næsta ári í Formúlu 1. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi beggja framleiðenda. Aston Martin hefur átt í samstarfi við Red Bull um árabil. Nú hefur verið staðfest að næsta skref verði stigið í því samstarfi, það er að nafn Aston Martin verður hluti af nafni liðsins. Aðkoma Aston Martin mun samkvæmt framkvæmdastjóra Aston Martin verða „afar greinileg á útliti bílsins.“ Einhverjir eru þegar farnir að gera sér vonir um að hann veðri dökk grænn, sem hefur verið einkennislitur Aston Martin í gegnum tíðina. Aðkoma Alfa Romeo að Sauber er að mörgum talin tilraun Ferrari, sem er hluti af sömu fyrirtækjasamstæðu og Alfa Romeo til að eignast systurlið. Hugmyndin er ekki ósvipuð og samstarf Toro Rosso og Red Bull. Þetta sést vel á því að Charles Leclerc hefur verið ráðinn ökumaður Alfa Romeo Sauber á næsta ári. Leclerc er ungur ökumaður sem hefur verið á mála hjá Ferrari í nokkurn tíma. Hann þykir líklegur arftaki Kimi Raikkonen hjá Ferrari á næstu árum. Leclerc mun aka við hlið Marcus Ericson á næsta ári.Valtteri Bottas ætlar sér að verða betri á næsta ári.Vísir/GettyHver verður bestur á næsta ári?Það er ekkert sem bendir til annars en að Hamilton haldi áfram að skara farm úr. Hann hefur ýjað að því í viðtölum undanfarið að nú sé markið sett á sjö titla, til að jafna Michael Schumacher. Til þess þarf hann þrjá í viðbót. Hann hefur metnaðinn og getuna til þess. Hann hefur þó sagt að hann vilji ekki verja öllum sínum bestu árum í Formúlu 1 heldur prófa aðra hluti sem lífið hefur upp á að bjóða. Vettel er afar líklegur til árangurs árið 2018. Ef Ferrari nær öðru eins framfaraskrefi á milli áranna 2017 og 18 og liðið gerði frá 2016 til 17 þá er víst að hætta er á ferðum. Það er þó engin hætta á öðru en að Red Bull menn haldi hið minnsta áfram að stríða Ferrari og Mercedes mönnum. Bottas, verður betri á næsta ári það er næsta víst. Hann varð betri og stöðugari eftir því sem leið á tímabilið. Finninn hefur eflaust lært margt og ætlar sér eflaust að nota veturinn vel til að læra enn meira. Hann hefur á köflum sýnt hraða sem ekki einu sinni Hamilton gat skákað. Nýjasta dæmið um það er tímatakan í Abú Dabí. Þvílík negla sem það var. Spá Bílskúrsins verður ekki afhjúpuð að svo stöddu. Eins og Nico Rosberg sannaði í fyrra þá er aldrei að vita hvað gerist í Formúlu 1. Spáin verður geymd ofan í skúffu þangað til á nýju ári.Red Bull ætlar sér stóra hluti á næsta ári.Vísir/GettyMá búast við meiri spennu á næsta ári?Já er einfaldlega svarið við því. Bottas veitir Hamilton harðari samkeppni eftir að hann verður kominn betur inn í málin hjá Mercedes, Ferrari mun aldrei hætta að berjast. Red Bull liðið er afar líklegt til stórverka á næsta ári. Svo virðist sem vindgöng Red Bull liðsins hafi verið að svíkja það framan af árinu 2017. Það hefur sýnt sig að eftir að menn þar á bæ áttuðu sig á því þá villunni hefur liðið verið í stöðugri sókn. Viljinn var mikill innan liðsins til að halda því flugi áfram yfir á næsta ár. Þá er aldrei að vita hvað orkudrykkjaframleiðandinn getur töfrað fram á næsta ári. Það má ekki gleyma því að ef Ferrari bíllinn hefði hangið heill, kertin hefðu ekki verið að stríða þeim, þá hefði spennan verið töluvert meiri í ár.McLaren menn fóru ekki varhluta af varahlutanotkun í ár.Vísir/GettyBreytingarnar fyrir 2018Hákarlaugginn verður látinn fjúka. Hann er að mati blaðamanns eitt það ljóasta sem sett hefur verið á Formúlu 1 bíla. Mclaren liðið beitti neitunarvaldi sínu og tryggði aðdáendum fallegri bíla fyrir vikið. Þetta gerði McLaren í óþökk allra annarra liða. Geislabaugurinn er líklegasta lausnin til að verða við aukinni kröfu um höfuðvernd á næsta ári. Geislabaugurinn þykir ekkert sérstaklega fallegur en hann mun venjast að mati blaðamanns. Eins eru uppi hugmyndir um að gera geislabaug þess sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna öðruvísi á litinn en allra annarra, ekki ósvipað gulu treyjunni í Tour de France hjólreiðakeppninni. Auk þessara breytinga stendur til að krefja hvern vélarhlut um að koma bílunum lengra, í stað fjögurra véla sem hver ökumaður mátti nota refsilaust í ár, þá verða þær þrjár á næsta ári. Rafallinn verður einungis heimilaður í tveimur eintökum í stað fjögurra ásamt rafhlöðum og tölvukerfi. Það má því búast við meira af refsingum og ef þetta ár er eitthvað til að dæma eftir þá verður Toro Rosso liðið í mestum vandræðum, en þeir verða með Honda mótor um borð 2018. Stoffel Vandoorne sem var með Honda vél um borð í McLaren bíl sínum í ár var búinn að nota 10 af sumum íhlutum þegar 14 keppnum var lokið. Vonandi tekst Honda þó að stíga upp á næsta ári.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég varð þriðji í ár og ætla að verða betri á næsta ári Valtteri Bottas á Mercedes vann sína þriðju keppni á ferlinum og tímabilinu í dag. Hann vann síðustu keppni tímabilsins í Abú Dabí. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. nóvember 2017 23:30 Valtteri Bottas vann í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 26. nóvember 2017 14:38 Bottas vann baráttuna í Abú Dabí | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik Formúlu 1 kappakstursins í Abú Dabí. 26. nóvember 2017 15:50 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bottas: Ég varð þriðji í ár og ætla að verða betri á næsta ári Valtteri Bottas á Mercedes vann sína þriðju keppni á ferlinum og tímabilinu í dag. Hann vann síðustu keppni tímabilsins í Abú Dabí. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. nóvember 2017 23:30
Valtteri Bottas vann í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 26. nóvember 2017 14:38
Bottas vann baráttuna í Abú Dabí | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik Formúlu 1 kappakstursins í Abú Dabí. 26. nóvember 2017 15:50