Disney tekur stuttmynd um Ólaf snjókarl úr umferð Birgir Olgeirsson skrifar 4. desember 2017 16:01 Snjókarlinn Ólafur hefur ekki notið vinsælda í kvikmyndahúsum í ár, en hann sást fyrst í hinni feykivinsælu Frozen árið 2013. IMDB Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira