Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 06:17 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Getty Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira