Svona er að stíga út í geiminn Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 16:44 Ef þig hefur langað til að stíga út í geim gefur myndband Bresnik góða hugmynd um hvernig útsýnið er. Randy Bresnik Aðeins brotabrot af mannkyninu hefur nokkru sinni yfirgefið jörðina og haldið út í geim. Einn geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni hefur nú leyft fleirum að kynnast upplifuninni með myndbandi af útsýninu þegar hann stígur fyrst út í geimgöngu. Myndbandið sem bandaríski geimfarinn Randy Bresnik deildi á Twitter í gær var tekið þegar hann og Joe Acaba fóru í geimgöngu á dögunum. Það sýnir þegar Bresnik klifrar fyrst út um lúgu geimstöðvarinnar þar sem fagurblá jörðin og kolsvartur geimurinn blasa við.Diving head-first into the vastness of space. How spectacular is that view? @Space_Station #spacewalk pic.twitter.com/KeJQWanN1F— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 4, 2017 Bresnik deildi öðru myndbandi úr geimgöngu á Twitter á dögunum þar sem hann dáðist að fegurð jarðarinnar en hann hefur verið um borð í geimstöðinni frá því í júlí. Geimstöðin er á braut um jörðu í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð yfir yfirborði hennar. Hún flýgur á meira en sjö kílómetra hraða á sekúndu og tekur það hana um það bil eina og hálfa klukkustund að fara einn hring í kringum jörðina. Myndskeið sem ítalski geimfarinn Paolo Nespoli tók af jörðinni og birt var á Youtube á föstudag sýnir hluta af einni hringferð þar sem geimstöðin flýgur yfir Kaliforníu og Mexíkó. Vísindi Tengdar fréttir Geimfari naut fegurðar jarðarinnar í geimgöngu Þúsundir manna hafa deilt myndbandi bandarísk geimfara sem hann tók í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á dögunum. 29. nóvember 2017 12:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Aðeins brotabrot af mannkyninu hefur nokkru sinni yfirgefið jörðina og haldið út í geim. Einn geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni hefur nú leyft fleirum að kynnast upplifuninni með myndbandi af útsýninu þegar hann stígur fyrst út í geimgöngu. Myndbandið sem bandaríski geimfarinn Randy Bresnik deildi á Twitter í gær var tekið þegar hann og Joe Acaba fóru í geimgöngu á dögunum. Það sýnir þegar Bresnik klifrar fyrst út um lúgu geimstöðvarinnar þar sem fagurblá jörðin og kolsvartur geimurinn blasa við.Diving head-first into the vastness of space. How spectacular is that view? @Space_Station #spacewalk pic.twitter.com/KeJQWanN1F— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 4, 2017 Bresnik deildi öðru myndbandi úr geimgöngu á Twitter á dögunum þar sem hann dáðist að fegurð jarðarinnar en hann hefur verið um borð í geimstöðinni frá því í júlí. Geimstöðin er á braut um jörðu í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð yfir yfirborði hennar. Hún flýgur á meira en sjö kílómetra hraða á sekúndu og tekur það hana um það bil eina og hálfa klukkustund að fara einn hring í kringum jörðina. Myndskeið sem ítalski geimfarinn Paolo Nespoli tók af jörðinni og birt var á Youtube á föstudag sýnir hluta af einni hringferð þar sem geimstöðin flýgur yfir Kaliforníu og Mexíkó.
Vísindi Tengdar fréttir Geimfari naut fegurðar jarðarinnar í geimgöngu Þúsundir manna hafa deilt myndbandi bandarísk geimfara sem hann tók í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á dögunum. 29. nóvember 2017 12:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Geimfari naut fegurðar jarðarinnar í geimgöngu Þúsundir manna hafa deilt myndbandi bandarísk geimfara sem hann tók í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á dögunum. 29. nóvember 2017 12:45