Mikið var um prjónavörur, stórar prjónapeysur og hnésokka. Þær flíkur líta einstaklega girnilega út núna í kuldanum. Línan var nokkuð fjölbreytt, en Karl hélt sig samt við sinn stíl. Gallaefni, leðurbuxur, fallegir svartir jakkar og hattar voru það sem einkenndi línuna, og kvenlegir hælaskór.
Senuþjófurinn var hinn sjö ára Hudson Kroenig, en þetta var ekki hans fyrsta tískusýning. Pabbi hans, Brad Kroenig, hefur gengið tískupall Chanel margoft og hefur Hudson því ekki langt að sækja tískuáhugann. Karl Lagerfeld er guðfaðir Hudson og hefur haft hann oft með sér á tískupallinn.







