Óskarslykt af Póstinum hans Spielberg Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2017 10:37 The Post segir frá umfjöllun fjölmiðla um Pentagon-skjölin á áttunda áratug siðustu aldar Það er svo sem ekki ferskasta fréttin að ný mynd eftir bandaríska leikstjórann Steven Spielberg þyki líkleg til að hreppa nokkrar tilnefningar til Óskarsverðlauna, en sú er raunin þetta árið. Um er að ræða myndina The Post sem er pólitískur spennutryllir byggður á sannsögulegum atburðum með hvorki meira né minna en Meryl Streep og Tom Hanks í aðalhlutverkum. Myndin gerist á áttunda áratug síðustu aldar og segir frá blaðamönnum á The Washington Post og The New York Times sem birtu Pentagon-gögnin sem vörðuðu afskipti bandarískra stjórnvalda af Víetnam frá árinu 1945 til ársins 1967. Þetta tímabil varðaði fjóra forseta Bandaríkjanna og þótti meðal annars sýna að stjórn Lyndon B. Johnson laug ekki aðeins ítrekað að almenningi heldur einnig að bandaríska þinginu.Meryl Streep, Steven Spielberg og Tom Hanks saman á tökustað The Post. Samanlagt hafa þau unnið til átta Óskarsverðlauna.IMDBMyndin segir frá útgefandanum Katharine Graham, leikin af Meryl Streep, sem rak The Washington Post í rúma tvo áratugi og ritstjóranum Ben Bradlee, leikinn af Tom Hanks, sem tóku þátt í því að birta Pentagon-skjölin.Sá sem lak gögnunum er Daniel Ellsberg sem var sakaður um samsæri gegn Bandaríkjunum, njósnir og þjófnaði á eignum bandaríska ríkisins. Málarekstri gegn honum var hætt þegar þeir sem rannsökuðu Watargate-skandalinn komust að því að starfsmenn Hvíta hússins, þegar Richard Nixon var þar við völd, höfðu kallað til svokallaða „pípara“ Hvíta hússins til að sverta mannorð Ellsberg með öllum tiltækum ráðum. Má segja að þessi mynd, The Post, sé nokkurskonar óformlegur forleikur myndarinnar All The Presidents Men frá árinu 1976 og skartaði Dustin Hoffman og Robert Redford í aðalhlutverkum. Sú mynd sagði frá blaðamönnum The Washington Post, Bob Woodward og Carl Bernstein, sem komust á snoðir um Watargate-hneykslið.Tom Hanks og Meryl Streep í hlutverkum sínum í myndinni The Post.IMDBThe Post verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en 22. desember, og er þá um að ræða „takmarkað“ dreifingu þar sem hún verður sýnd í nokkrum útvöldum kvikmyndahúsum. Hún fer svo í almennar sýningar vestanhafs í janúar. Hún verður frumsýnd hér á landi 19. janúar. Nokkrir gagnrýnendur hafa séð myndina og fær hún fína dóma frá The Hollywood Reporter, Village Voice, Daily Beast , The Telegraph, Pajiba og Vanity Fair.Hún er metin 84 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes þegar þetta er ritað. Meryl Streep og Tom Hanks eru ekki einu leikararnir í þessari mynd. Í henni fara einnig með veigamikil hlutverk Sarah Paulson, Bob Odenkirk, Tracy Letts, bradley Whitford, Bruce Greenwood og Matthew Rhys. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Það er svo sem ekki ferskasta fréttin að ný mynd eftir bandaríska leikstjórann Steven Spielberg þyki líkleg til að hreppa nokkrar tilnefningar til Óskarsverðlauna, en sú er raunin þetta árið. Um er að ræða myndina The Post sem er pólitískur spennutryllir byggður á sannsögulegum atburðum með hvorki meira né minna en Meryl Streep og Tom Hanks í aðalhlutverkum. Myndin gerist á áttunda áratug síðustu aldar og segir frá blaðamönnum á The Washington Post og The New York Times sem birtu Pentagon-gögnin sem vörðuðu afskipti bandarískra stjórnvalda af Víetnam frá árinu 1945 til ársins 1967. Þetta tímabil varðaði fjóra forseta Bandaríkjanna og þótti meðal annars sýna að stjórn Lyndon B. Johnson laug ekki aðeins ítrekað að almenningi heldur einnig að bandaríska þinginu.Meryl Streep, Steven Spielberg og Tom Hanks saman á tökustað The Post. Samanlagt hafa þau unnið til átta Óskarsverðlauna.IMDBMyndin segir frá útgefandanum Katharine Graham, leikin af Meryl Streep, sem rak The Washington Post í rúma tvo áratugi og ritstjóranum Ben Bradlee, leikinn af Tom Hanks, sem tóku þátt í því að birta Pentagon-skjölin.Sá sem lak gögnunum er Daniel Ellsberg sem var sakaður um samsæri gegn Bandaríkjunum, njósnir og þjófnaði á eignum bandaríska ríkisins. Málarekstri gegn honum var hætt þegar þeir sem rannsökuðu Watargate-skandalinn komust að því að starfsmenn Hvíta hússins, þegar Richard Nixon var þar við völd, höfðu kallað til svokallaða „pípara“ Hvíta hússins til að sverta mannorð Ellsberg með öllum tiltækum ráðum. Má segja að þessi mynd, The Post, sé nokkurskonar óformlegur forleikur myndarinnar All The Presidents Men frá árinu 1976 og skartaði Dustin Hoffman og Robert Redford í aðalhlutverkum. Sú mynd sagði frá blaðamönnum The Washington Post, Bob Woodward og Carl Bernstein, sem komust á snoðir um Watargate-hneykslið.Tom Hanks og Meryl Streep í hlutverkum sínum í myndinni The Post.IMDBThe Post verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en 22. desember, og er þá um að ræða „takmarkað“ dreifingu þar sem hún verður sýnd í nokkrum útvöldum kvikmyndahúsum. Hún fer svo í almennar sýningar vestanhafs í janúar. Hún verður frumsýnd hér á landi 19. janúar. Nokkrir gagnrýnendur hafa séð myndina og fær hún fína dóma frá The Hollywood Reporter, Village Voice, Daily Beast , The Telegraph, Pajiba og Vanity Fair.Hún er metin 84 prósent fersk á vef Rotten Tomatoes þegar þetta er ritað. Meryl Streep og Tom Hanks eru ekki einu leikararnir í þessari mynd. Í henni fara einnig með veigamikil hlutverk Sarah Paulson, Bob Odenkirk, Tracy Letts, bradley Whitford, Bruce Greenwood og Matthew Rhys.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira