Heilbrigðishítin Óttar Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu voru allir frambjóðendur sammála um að efla heilbrigðiskerfið. Menn yfirbuðu hver annan eins og drukknir gestir á bögglauppboði á karlakvöldi. Upphæðirnar skiptu milljörðum enda sögðu sumir kerfið vera á brauðfótum og flaggskipið, Landspítalinn, maraði í hálfu kafi. En það kostar klof að ríða röftum. Læknisfræðinni fleygir fram og meðferð og rannsóknir verða æ dýrari. Nútímalæknisfræði má líkja við vísindaskáldsögu þar sem hátækni og kostnaði eru engin takmörk sett. Líffærabankar með varahlutum úr dýrum, fólki eða plasti eru innan seilingar. Halda má fólki lifandi í öndunarvélum í nokkur ár. Hægt er að gera eitthvað fyrir alla til að lengja líf um vikur eða mánuði ef efni eru nóg. Fársjúkir sjúklingar eru sendir fyrir stórfé til útlanda í vafasamar meðferðir og rannsóknir. Spurningin er hvort meðhöndla eigi alltaf af fullum krafti án tillits til greiningar, aldurs eða almenns ástands? Hvenær á að gefast upp og viðurkenna tilvist dauðans og endanleika lífsins? Skiptir lífslengd meira máli en lífsgæði? Heilbrigðiskerfið verður smám saman að botnlausri hít sem enginn getur stjórnað eða skilið. Fjárþörfin eykst stöðugt með aukinni tækni og kröfum. Óánægjuraddir um heilbrigðiskerfið eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum til að þrýsta á um aukna þjónustu. Landlæknir hefur lagt til að gerðar verði skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu áður en meiri peningum er mokað í hítina. Nýr heilbrigðisráðherra boðaði á dögunum á Bessastöðum stóraukin framlög í málaflokkinn. Væri ekki skynsamlegt að skoða hvernig við erum að eyða öllum þessum fjármunum. Án forgangsröðunar og endurskipulagningar verður íslenska heilbrigðiskerfið alltaf svarthol sem sogar til sín opinbera fjármuni og fær aldrei nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í nýafstaðinni kosningabaráttu voru allir frambjóðendur sammála um að efla heilbrigðiskerfið. Menn yfirbuðu hver annan eins og drukknir gestir á bögglauppboði á karlakvöldi. Upphæðirnar skiptu milljörðum enda sögðu sumir kerfið vera á brauðfótum og flaggskipið, Landspítalinn, maraði í hálfu kafi. En það kostar klof að ríða röftum. Læknisfræðinni fleygir fram og meðferð og rannsóknir verða æ dýrari. Nútímalæknisfræði má líkja við vísindaskáldsögu þar sem hátækni og kostnaði eru engin takmörk sett. Líffærabankar með varahlutum úr dýrum, fólki eða plasti eru innan seilingar. Halda má fólki lifandi í öndunarvélum í nokkur ár. Hægt er að gera eitthvað fyrir alla til að lengja líf um vikur eða mánuði ef efni eru nóg. Fársjúkir sjúklingar eru sendir fyrir stórfé til útlanda í vafasamar meðferðir og rannsóknir. Spurningin er hvort meðhöndla eigi alltaf af fullum krafti án tillits til greiningar, aldurs eða almenns ástands? Hvenær á að gefast upp og viðurkenna tilvist dauðans og endanleika lífsins? Skiptir lífslengd meira máli en lífsgæði? Heilbrigðiskerfið verður smám saman að botnlausri hít sem enginn getur stjórnað eða skilið. Fjárþörfin eykst stöðugt með aukinni tækni og kröfum. Óánægjuraddir um heilbrigðiskerfið eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum til að þrýsta á um aukna þjónustu. Landlæknir hefur lagt til að gerðar verði skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu áður en meiri peningum er mokað í hítina. Nýr heilbrigðisráðherra boðaði á dögunum á Bessastöðum stóraukin framlög í málaflokkinn. Væri ekki skynsamlegt að skoða hvernig við erum að eyða öllum þessum fjármunum. Án forgangsröðunar og endurskipulagningar verður íslenska heilbrigðiskerfið alltaf svarthol sem sogar til sín opinbera fjármuni og fær aldrei nóg.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun