Stundarsigur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. desember 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átti ágætan dag í gær þegar tilkynnt var að samningar hefðu náðst milli Bretlands og Evrópusambandsins um tiltekna þætti er varða útgöngu Breta úr sambandinu – hið svokallaða Brexit. Þetta er nokkur nýlunda fyrir May sem hefur átt erfiða daga í starfi. Meira að segja sterlingspundið styrktist gagnvart helstu samanburðargjaldmiðlum, en það hefur iðulega veikst þegar May hefur tjáð sig opinberlega. Samningar sem náðst hafa lúta að þeim þáttum Brexit sem hingað til hefur verið talið raunhæft að ná saman um. Samningaviðræður um efnahagslegt samband Evrópusambandsins og Bretlands eru enn ekki hafnar fyrir alvöru, og sama má segja um viðræður um öryggismál. Stærstu ásteytingarsteinarnir sem nú hefur tekist að sneiða hjá voru hvort hörð landamæri þyrfti milli Írlands og Norður-Írlands og hversu háar fjárhæðir Bretland ætti að leggja til Evrópusambandsins meðan á aðlögunarferlinu að útgöngu stendur. Niðurstaðan liggur fyrir, engin landamæri verða á Írlandi og reikningur Breta verður tæplega 40 milljarðar punda. Einhugur virðist ríkja um að breskir borgarar og evrópskir haldi sínum réttindum óbreyttum á meðan á aðlögunarferlinu stendur. Með öðrum orðum þá virðist samkomulagið snúast um að hlutirnir standi nokkurn veginn óhreyfðir frá því sem nú er. Landamærum á Írlandi verður ekki breytt, og sama gildir um gagnkvæm réttindi Breta og annarra íbúa Evrópusambandsríkjanna. Kannski er þetta fyrirboði um það sem koma skal. Bretar fari út úr Evrópusambandinu að nafninu til, en að öðru leyti verði farin sú leið að hrófla við sem fæstu. Einhver kynni að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum að hefja þessa vegferð ef áhersla breskra samningamanna virðist vera að halda sem flestu óbreyttu? Við þekkjum þá sögu, sambland af popúlisma og leiðtogaerjum í Íhaldsflokknum leiddi Breta í þessa stöðu. May stóð svo eftir með þann eitraða kaleik að leiða útgöngu Breta, og halda á sama tíma andliti heima við. Þótt samkomulagið frá því í gær sé kannski stærsti sigur May í embætti, þá er þyrnum stráð leið fram undan. Bretar vilja auðvitað halda öllum þeim efnahagslega ávinningi sem fylgir verunni í Evrópusambandinu – þeir vilja ekki að tollmúrar rísi að nýju og að viðskiptahömlur taki aftur gildi. Afstaða Evrópusambandsins er hins vegar ósveigjanleg að þessu leyti – það verður ekki bæði sleppt og haldið. Bretar geta ekki notið ávinningsins án þess að taka ábyrgð á því sem til þarf að kosta. Michael Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, lét raunar hafa eftir sér að besta mögulega niðurstaðan fyrir Breta væri viðskiptasamningur á borð við þann sem gerður var við Kanada árið 2016. Ljóst er þó að í slíkum samningi fælist mikil afturför fyrir Breta. Theresa May er því hvergi nærri komin í höfn, og ríkisstjórn hennar hefur ekki tekist að eyða grunsemdum um að betur sé heima setið en af stað farið. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra sem gert hafa það að markmiði sínu að stöðva útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hætt er við að slíkar raddir verði háværari eftir því sem leikar fara að æsast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átti ágætan dag í gær þegar tilkynnt var að samningar hefðu náðst milli Bretlands og Evrópusambandsins um tiltekna þætti er varða útgöngu Breta úr sambandinu – hið svokallaða Brexit. Þetta er nokkur nýlunda fyrir May sem hefur átt erfiða daga í starfi. Meira að segja sterlingspundið styrktist gagnvart helstu samanburðargjaldmiðlum, en það hefur iðulega veikst þegar May hefur tjáð sig opinberlega. Samningar sem náðst hafa lúta að þeim þáttum Brexit sem hingað til hefur verið talið raunhæft að ná saman um. Samningaviðræður um efnahagslegt samband Evrópusambandsins og Bretlands eru enn ekki hafnar fyrir alvöru, og sama má segja um viðræður um öryggismál. Stærstu ásteytingarsteinarnir sem nú hefur tekist að sneiða hjá voru hvort hörð landamæri þyrfti milli Írlands og Norður-Írlands og hversu háar fjárhæðir Bretland ætti að leggja til Evrópusambandsins meðan á aðlögunarferlinu að útgöngu stendur. Niðurstaðan liggur fyrir, engin landamæri verða á Írlandi og reikningur Breta verður tæplega 40 milljarðar punda. Einhugur virðist ríkja um að breskir borgarar og evrópskir haldi sínum réttindum óbreyttum á meðan á aðlögunarferlinu stendur. Með öðrum orðum þá virðist samkomulagið snúast um að hlutirnir standi nokkurn veginn óhreyfðir frá því sem nú er. Landamærum á Írlandi verður ekki breytt, og sama gildir um gagnkvæm réttindi Breta og annarra íbúa Evrópusambandsríkjanna. Kannski er þetta fyrirboði um það sem koma skal. Bretar fari út úr Evrópusambandinu að nafninu til, en að öðru leyti verði farin sú leið að hrófla við sem fæstu. Einhver kynni að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum að hefja þessa vegferð ef áhersla breskra samningamanna virðist vera að halda sem flestu óbreyttu? Við þekkjum þá sögu, sambland af popúlisma og leiðtogaerjum í Íhaldsflokknum leiddi Breta í þessa stöðu. May stóð svo eftir með þann eitraða kaleik að leiða útgöngu Breta, og halda á sama tíma andliti heima við. Þótt samkomulagið frá því í gær sé kannski stærsti sigur May í embætti, þá er þyrnum stráð leið fram undan. Bretar vilja auðvitað halda öllum þeim efnahagslega ávinningi sem fylgir verunni í Evrópusambandinu – þeir vilja ekki að tollmúrar rísi að nýju og að viðskiptahömlur taki aftur gildi. Afstaða Evrópusambandsins er hins vegar ósveigjanleg að þessu leyti – það verður ekki bæði sleppt og haldið. Bretar geta ekki notið ávinningsins án þess að taka ábyrgð á því sem til þarf að kosta. Michael Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, lét raunar hafa eftir sér að besta mögulega niðurstaðan fyrir Breta væri viðskiptasamningur á borð við þann sem gerður var við Kanada árið 2016. Ljóst er þó að í slíkum samningi fælist mikil afturför fyrir Breta. Theresa May er því hvergi nærri komin í höfn, og ríkisstjórn hennar hefur ekki tekist að eyða grunsemdum um að betur sé heima setið en af stað farið. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra sem gert hafa það að markmiði sínu að stöðva útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hætt er við að slíkar raddir verði háværari eftir því sem leikar fara að æsast.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun