The Square sópar til sín verðlaunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2017 22:44 Aðstandendur The Square hirtu sex verðlaun í Berlín í kvöld. Vísir/afp Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira