The Square sópar til sín verðlaunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2017 22:44 Aðstandendur The Square hirtu sex verðlaun í Berlín í kvöld. Vísir/afp Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein