Ítalska sambandið vill að Antonio Conte taki við ítalska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:00 Antonio Conte gleymdi kannski að taka sig fyrir leik helgarinnar en hér fagnar hann góðum sigri Chelsea á West Bromwich Albion. Vísir/Getty Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio. HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio.
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira