Áfallið var svo mikið að missa af HM að Buffon gat ekki spilað um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:45 Gianluigi Buffon eftir síðasta landsleikinn sinn. Vísir/Getty Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira