Áfallið var svo mikið að missa af HM að Buffon gat ekki spilað um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:45 Gianluigi Buffon eftir síðasta landsleikinn sinn. Vísir/Getty Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira