Hvað er skrímsli? 20. nóvember 2017 16:30 Gunnar Teodór er höfundur bókarinnar um Galdra-Dísu sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. MYND/Ernir KYNNING Gunnar Teodór Eggertsson var að senda frá sér bókina Galdra- Dísa en hún er sjálfstætt framhald af sögunni Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. „Ég var orðinn svo náinn Dísu sem persónu að mig langaði að halda áfram að skrifa um hana og svo festist maður líka í heiminum sínum,“ segir Gunnar Teodór sem lýsir bókinni sem myrku ævintýri. „Dísa er orðin mjög öflug frá því í síðustu bók, komin í menntaskóla og orðin rammgöldrótt. Ég sá fyrir mér að hún yrði pólitískur unglingur sem vildi nota galdrana sína til góðverka og það opnaði á margar hugmyndir. Mig langaði að reyna að flétta saman einhverskonar samtímasögu sem tekur á eða vísar í efni sem eru raunsæisleg en blanda öllu saman við galdra og skrímsli og allt sem mér finnst skemmtilegt,“ bætir hann við en áhugi á skrímslum hefur fylgt honum frá barnsaldri. Og skilgreiningar á skrímslum sömuleiðis.Galdra-Dísa„Eins og í fyrri bókinni er ég að velta fyrir mér: hvað er skrímsli? Þar voru hrekkjusvín og einelti og aðrar tegundir af mennskum skrímslum sem hún þurfti að kljást við í bland við þjóðsagnaskrímsli. Í þessari bók er að finna valdníðslu og stríðsrekstur, skrímsli í mörgum myndum og skilgreiningin ekkert svo einföld. Í ævintýrunum er hægt að leysa málin með því að drepa vonda kallinn en það er ekki svo auðvelt í raunveruleikanum og í nýju bókinni blanda ég saman ævintýri og raunveruleika, meðal annars hvað þetta varðar.“Gunnar segir ákjósanlegt að lesendur séu hugrakkir tíu ára og eldri. „Sagan er ansi myrk, ævintýraleg og spennandi þar sem ég er að reyna að kljást við nokkuð alvarleg efni innan ramma fantasíunnar. Ég leyfi mér að vera eins hryllilegur og sagan krefst af mér og hef ekki verið beðinn að ritskoða enn sem komið er."Gunnar Teódór hefur mikið dálæti á skrímslum og þau rata stundum í bækurnar hans.Eitt meginstef bókarinnar er vinátta Dísu við flóttastúlku sem er send aftur til síns heimalands þar sem geisar stríð. Gunnar Theódór bendir á að stálpaðir krakkar fylgist með fréttum. „Allt sem okkur finnst erfiðast að sjá í fréttunum ratar til þeirra. Og allir sem eru að pæla í barnamenningu ættu að taka það með í reikninginn. Það sem ævintýri gera svo vel er að fara þessar hjáleiðir að flóknum efnum og tala um það sem krakkar eru að pæla í, ekki bara stríð og pólitík heldur líka sorg og dauða og missi og ótta. Allar góðar fantasíur fjalla um meira en það sem er á yfirborðinu.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
KYNNING Gunnar Teodór Eggertsson var að senda frá sér bókina Galdra- Dísa en hún er sjálfstætt framhald af sögunni Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. „Ég var orðinn svo náinn Dísu sem persónu að mig langaði að halda áfram að skrifa um hana og svo festist maður líka í heiminum sínum,“ segir Gunnar Teodór sem lýsir bókinni sem myrku ævintýri. „Dísa er orðin mjög öflug frá því í síðustu bók, komin í menntaskóla og orðin rammgöldrótt. Ég sá fyrir mér að hún yrði pólitískur unglingur sem vildi nota galdrana sína til góðverka og það opnaði á margar hugmyndir. Mig langaði að reyna að flétta saman einhverskonar samtímasögu sem tekur á eða vísar í efni sem eru raunsæisleg en blanda öllu saman við galdra og skrímsli og allt sem mér finnst skemmtilegt,“ bætir hann við en áhugi á skrímslum hefur fylgt honum frá barnsaldri. Og skilgreiningar á skrímslum sömuleiðis.Galdra-Dísa„Eins og í fyrri bókinni er ég að velta fyrir mér: hvað er skrímsli? Þar voru hrekkjusvín og einelti og aðrar tegundir af mennskum skrímslum sem hún þurfti að kljást við í bland við þjóðsagnaskrímsli. Í þessari bók er að finna valdníðslu og stríðsrekstur, skrímsli í mörgum myndum og skilgreiningin ekkert svo einföld. Í ævintýrunum er hægt að leysa málin með því að drepa vonda kallinn en það er ekki svo auðvelt í raunveruleikanum og í nýju bókinni blanda ég saman ævintýri og raunveruleika, meðal annars hvað þetta varðar.“Gunnar segir ákjósanlegt að lesendur séu hugrakkir tíu ára og eldri. „Sagan er ansi myrk, ævintýraleg og spennandi þar sem ég er að reyna að kljást við nokkuð alvarleg efni innan ramma fantasíunnar. Ég leyfi mér að vera eins hryllilegur og sagan krefst af mér og hef ekki verið beðinn að ritskoða enn sem komið er."Gunnar Teódór hefur mikið dálæti á skrímslum og þau rata stundum í bækurnar hans.Eitt meginstef bókarinnar er vinátta Dísu við flóttastúlku sem er send aftur til síns heimalands þar sem geisar stríð. Gunnar Theódór bendir á að stálpaðir krakkar fylgist með fréttum. „Allt sem okkur finnst erfiðast að sjá í fréttunum ratar til þeirra. Og allir sem eru að pæla í barnamenningu ættu að taka það með í reikninginn. Það sem ævintýri gera svo vel er að fara þessar hjáleiðir að flóknum efnum og tala um það sem krakkar eru að pæla í, ekki bara stríð og pólitík heldur líka sorg og dauða og missi og ótta. Allar góðar fantasíur fjalla um meira en það sem er á yfirborðinu.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira