Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2017 12:41 Joe Manganiello skemmti sér konunglega á Íslandi. Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan. Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joe Manganello, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, var staddur á Íslandi á dögunum. Hann virðist hafa orðið algjörlega heillaður af Íslandi. „Ég elska útivist og það eru fáir staðir eftir í heiminum jafn ósnortnir og Ísland,“ segir Manganello í samtali við bandaríska tímaritið People þar sem hann ræddi um Íslandsheimsóknina. Með í för voru félagar leikarans en svo virðist sem að eiginkona hans, Modern Family stjarnan Sofia Vergara, hafi verið eftir heima í þetta skipti. Ef marka má Instagram-síðu Manganello er ljóst að leikarinn sat ekki auðum höndum á meðan hann dvaldi hér. Ferðaðist hann um landið og virðist hann einkum hafa stundað útivist. Skellti hann sér á kajak um Jökulsárlón, heimsótti strendur á Suðurströnd Íslands auk þess hann fór í ísklifur á Vatnajökli, svo dæmi séu tekin. „Ég vildi fara í ævintýraferð,“ sagði Manganello um ferðina. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það eru hlutir sem maður les um í bókum þegar maður er krakki en maður heldur að þeir séu ekki til neins staðar nema í huga manns,“ sagði Manganello um Ísland. Manganello og félagar eyddu heilli viku á Íslandi sem Manganello segir að hafi verið „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Aðspurður um hvað hefði verið uppáhaldsdagurinn hans á Íslandi sagði leikarinn að dagurinn við Jökulsárlón hafi verið sá besti. Hann hafi byrjað á því að þeir hafi fundið listaverk eftir götulistamanninn fræga Banksy á brúnni undir Jökulsá á Sólheimasandi. „Hver dagur var ævintýri líkastur,“ sagði Manganello en rétt er að taka fram að listaverkið sem fann og taldi vera eftir Banksy er að öllum líkindum ekki eftir listamanninn fræga.Sjá má myndir frá Íslandsdvöl Manganello hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira