Rokkaði pastellituð jakkaföt Ritstjórn skrifar 21. nóvember 2017 21:00 Glamour/Getty Söngvarinn Harry Styles hljóp óvænt í skarðið fyrir söngkonuna Katy Perry á Victoria´s Secret sýningunni í Sjanghæ á dögunum. Það var samt ekki að sjá á kappanum að hann hefði ekki fengið nægan tíma til undirbúnings en það var mál áhorfenda að Styles hafi sýnt góða takta, þá allra helst danstakta. Eitthvað sem aðrir fá að sjá þann 28 nóvember þegar sýningunni verður sjónvarpað á CBS. Okkur þótti þó mikið til koma fataval söngvarans sem alla jafna er ansi vel klæddur og vandar til verkja þegar kemur að klæðaburði - Gucci er í upphaldi og mjög líklega að bæði jakkafötin sem hann klæddist séu frá tískuhúsinu vinsæla. Bleik skyrta undir svört jakkaföt, þar sem jakkinn var tvíhnepptur og svo skipt yfir í pastelgræn jakkaföt og skyrti í sama lit. Gaman að sjá útvíðu skálmarnar sem Styles rokkaði eins og honum einum er lagið. Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Tískan á Coachella Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour 13 ára dóttir Kate Moss tók forsíðuviðtal við Gigi Hadid Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Flauelið er komið til að vera Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour Ný tískustefna Kim Kardashian Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour
Söngvarinn Harry Styles hljóp óvænt í skarðið fyrir söngkonuna Katy Perry á Victoria´s Secret sýningunni í Sjanghæ á dögunum. Það var samt ekki að sjá á kappanum að hann hefði ekki fengið nægan tíma til undirbúnings en það var mál áhorfenda að Styles hafi sýnt góða takta, þá allra helst danstakta. Eitthvað sem aðrir fá að sjá þann 28 nóvember þegar sýningunni verður sjónvarpað á CBS. Okkur þótti þó mikið til koma fataval söngvarans sem alla jafna er ansi vel klæddur og vandar til verkja þegar kemur að klæðaburði - Gucci er í upphaldi og mjög líklega að bæði jakkafötin sem hann klæddist séu frá tískuhúsinu vinsæla. Bleik skyrta undir svört jakkaföt, þar sem jakkinn var tvíhnepptur og svo skipt yfir í pastelgræn jakkaföt og skyrti í sama lit. Gaman að sjá útvíðu skálmarnar sem Styles rokkaði eins og honum einum er lagið.
Mest lesið Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Tískan á Coachella Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour 13 ára dóttir Kate Moss tók forsíðuviðtal við Gigi Hadid Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Flauelið er komið til að vera Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour Ný tískustefna Kim Kardashian Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour