Fréttirnar fengu aðdáendur parsins beint í æð með myndbandi á Instagramsíðu Teigen þar sem hin eins og hálfs árs gamla Luna, dóttir parsins, benti á magann á mömmu sinni og sagði "baby". Mjög krúttlegt alltsaman. Ekki fylgir sögunni hversu langt fyrirsætan er gengin.
Teigen og Legend giftu sig á Lake Como árið 2013 og eiga, eins og fyrr segir, hina 19 mánaða gömlu Lunu sem núna er að verða stóra systir.