Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Felipe Massa setur Formúlu 1 hjálminn á hilluna frægu eftir kappaksturinn í Abú Dabí um helgina. Vísir/Getty Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. Massa ætlaði sér upphaflega að berjast um sæti sitt hjá Williams við þá þrjá ökumenn sem helst þykja koma til greina í dag. Hann hætti svo við það og ákvaða að hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Brassinn hefur þó lýst yfir áhuga á að halda áfram kappakstri, hugsanlega í Formúlu E. Þeir þrír sem nú berjast um sæti Massa hjá Williams eru: Robert Kubica, Pascal Wehrlein og Paul di Resta. Sjá einnig: Williams þverneitar að búið sé að semja við Kubica. „Abú Dabí er alltaf góð keppni og þangað er gaman að koma. Fólkið þar elskar Formúlu 1. Umgjörðin í kringum brautina er ein sú besta í heimi. Það eru svo margar veislur í kringum brautina og snekkjur í höfninni, fólk er komið til að skemmta sér og horfa á spennandi keppni,“ sagði Massa í samtali við MotorsportWeek. „Þetta verður tilfinningaþrungin keppni fyrir mig. Þetta verður mín síðasta keppni hjá Williams og síðasta keppni í Formúlu 1. Ég hlakka til og ég ætla að njóta hvers augnabliks og enda ferilinn á góðum nótum,“ bætti Massa við. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. Massa ætlaði sér upphaflega að berjast um sæti sitt hjá Williams við þá þrjá ökumenn sem helst þykja koma til greina í dag. Hann hætti svo við það og ákvaða að hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Brassinn hefur þó lýst yfir áhuga á að halda áfram kappakstri, hugsanlega í Formúlu E. Þeir þrír sem nú berjast um sæti Massa hjá Williams eru: Robert Kubica, Pascal Wehrlein og Paul di Resta. Sjá einnig: Williams þverneitar að búið sé að semja við Kubica. „Abú Dabí er alltaf góð keppni og þangað er gaman að koma. Fólkið þar elskar Formúlu 1. Umgjörðin í kringum brautina er ein sú besta í heimi. Það eru svo margar veislur í kringum brautina og snekkjur í höfninni, fólk er komið til að skemmta sér og horfa á spennandi keppni,“ sagði Massa í samtali við MotorsportWeek. „Þetta verður tilfinningaþrungin keppni fyrir mig. Þetta verður mín síðasta keppni hjá Williams og síðasta keppni í Formúlu 1. Ég hlakka til og ég ætla að njóta hvers augnabliks og enda ferilinn á góðum nótum,“ bætti Massa við.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45
Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30
Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00