Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Felipe Massa setur Formúlu 1 hjálminn á hilluna frægu eftir kappaksturinn í Abú Dabí um helgina. Vísir/Getty Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. Massa ætlaði sér upphaflega að berjast um sæti sitt hjá Williams við þá þrjá ökumenn sem helst þykja koma til greina í dag. Hann hætti svo við það og ákvaða að hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Brassinn hefur þó lýst yfir áhuga á að halda áfram kappakstri, hugsanlega í Formúlu E. Þeir þrír sem nú berjast um sæti Massa hjá Williams eru: Robert Kubica, Pascal Wehrlein og Paul di Resta. Sjá einnig: Williams þverneitar að búið sé að semja við Kubica. „Abú Dabí er alltaf góð keppni og þangað er gaman að koma. Fólkið þar elskar Formúlu 1. Umgjörðin í kringum brautina er ein sú besta í heimi. Það eru svo margar veislur í kringum brautina og snekkjur í höfninni, fólk er komið til að skemmta sér og horfa á spennandi keppni,“ sagði Massa í samtali við MotorsportWeek. „Þetta verður tilfinningaþrungin keppni fyrir mig. Þetta verður mín síðasta keppni hjá Williams og síðasta keppni í Formúlu 1. Ég hlakka til og ég ætla að njóta hvers augnabliks og enda ferilinn á góðum nótum,“ bætti Massa við. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. Massa ætlaði sér upphaflega að berjast um sæti sitt hjá Williams við þá þrjá ökumenn sem helst þykja koma til greina í dag. Hann hætti svo við það og ákvaða að hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Brassinn hefur þó lýst yfir áhuga á að halda áfram kappakstri, hugsanlega í Formúlu E. Þeir þrír sem nú berjast um sæti Massa hjá Williams eru: Robert Kubica, Pascal Wehrlein og Paul di Resta. Sjá einnig: Williams þverneitar að búið sé að semja við Kubica. „Abú Dabí er alltaf góð keppni og þangað er gaman að koma. Fólkið þar elskar Formúlu 1. Umgjörðin í kringum brautina er ein sú besta í heimi. Það eru svo margar veislur í kringum brautina og snekkjur í höfninni, fólk er komið til að skemmta sér og horfa á spennandi keppni,“ sagði Massa í samtali við MotorsportWeek. „Þetta verður tilfinningaþrungin keppni fyrir mig. Þetta verður mín síðasta keppni hjá Williams og síðasta keppni í Formúlu 1. Ég hlakka til og ég ætla að njóta hvers augnabliks og enda ferilinn á góðum nótum,“ bætti Massa við.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30 Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45
Toro Rosso heldur Pierre Gasly og Brendon Hartley á næsta ári Toro Rosso liðið í Formúlu 1 tilkynnti fyrir skemmstu að Pierre Gasly og Brendon Hartley munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. 17. nóvember 2017 18:30
Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. 14. nóvember 2017 07:00