Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 23. nóvember 2017 08:37 Mynd: KL Þrátt fyrir að næsta veiðitímabil hefjist ekki fyrr en 1.apríl á næsta ári eru veiðimenn komnir á fullt með að bóka sig fyrir næsta sumar. Veiðin í sumar var með ágætum og þar sem veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari standa vonir og væntingar í þá átt að næsta sumar verði ekki síðra. Veiðimenn eru komnir á fullt með að bóka leyfi enda þarf að sækja mjög snemma um á þeim veiðisvæðum sem njóta mestra vinsælda og nokkur veiðisvæði eru þegar uppseld. Einn af stærstu veiðileyfasölum landsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og hafa starfsmenn á skrifstofu félagsins haft í nógu að snúast síðustu daga enda stendur undirbúningur á forúthlutun til félagsmanna yfir. "Það gengur mjög vel að selja fyrir næsta ár, forsalan hjá okkur hefur gengið mjög vel hjá okkur, Haukadalsá og Hítará komnar vel á veg, Langá og Straumfjarðará orðnar mjög vel setnar og urriðasvæðin komnir á svipaðan stað og þær voru í fyrra. Félagsúthlutun hefst núna fljótlega og þar ber helst að nefna nýjan umsóknarvef sem hefur verið í bígerð og verður kynntur á næstu dögum" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði
Þrátt fyrir að næsta veiðitímabil hefjist ekki fyrr en 1.apríl á næsta ári eru veiðimenn komnir á fullt með að bóka sig fyrir næsta sumar. Veiðin í sumar var með ágætum og þar sem veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari standa vonir og væntingar í þá átt að næsta sumar verði ekki síðra. Veiðimenn eru komnir á fullt með að bóka leyfi enda þarf að sækja mjög snemma um á þeim veiðisvæðum sem njóta mestra vinsælda og nokkur veiðisvæði eru þegar uppseld. Einn af stærstu veiðileyfasölum landsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og hafa starfsmenn á skrifstofu félagsins haft í nógu að snúast síðustu daga enda stendur undirbúningur á forúthlutun til félagsmanna yfir. "Það gengur mjög vel að selja fyrir næsta ár, forsalan hjá okkur hefur gengið mjög vel hjá okkur, Haukadalsá og Hítará komnar vel á veg, Langá og Straumfjarðará orðnar mjög vel setnar og urriðasvæðin komnir á svipaðan stað og þær voru í fyrra. Félagsúthlutun hefst núna fljótlega og þar ber helst að nefna nýjan umsóknarvef sem hefur verið í bígerð og verður kynntur á næstu dögum" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi.
Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði