Jólasveinar ganga um gátt Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 11:30 Bækur Sólhvörf Emil Hjörvar Petersen Útgefandi: Veröld Prentun: Finnland Síðufjöldi: 354 bls. Kápuhönnun: Jón Ásgeir Glæpasögur og furðusögur eru mest seldu skáldverk heims í dag og það er því vel til fundið að blanda þessum tveimur bókmenntagreinum saman. Það tekst Emil Hjörvari Petersen einkar vel eins og sást í fyrra á bókinni Víghólar og nú aftur í skáldsögunni Sólhvörf. Í þeirri síðarnefndu höldum við áfram að flakka á milli vitunda mæðgnanna Bergrúnar og Brár sem skipta á milli sín stöðu fyrstu persónu sögukonu. Sagan hefst nokkrum mánuðum eftir að Víghólum lýkur, nánar tiltekið á jólunum sem huldumiðillinn Bergrún ver í að rannsaka óhugnanlegt sakamál ásamt sérdeild lögreglunnar í yfirnáttúru þar sem börn hverfa sporlaust af heimilum sínum. Brá dóttir hennar er einnig ýmsum hæfileikum gædd og þær mæðgur leggja ásamt ýmsum vættum, verum og sjáendum í ferðalag milli heima til að leita barnanna sem kemur í ljós að var rænt með skelfilegt markmið í hyggju sem gæti kollvarpað heimsmynd og öryggi allra, sérstaklega þó barna á Íslandi. Best er að segja sem minnst til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum lesendum en þó verður að hrósa höfundi fyrir einstaklega skemmtilega notkun á íslenska þjóðsagnaarfinum sem er auðugur brunnur að sækja í á þessum árstíma. Í furðu- og fantasíusögum er gjarna flakkað á milli þess heims sem við þekkjum og heima sem liggja samsíða en eru ýmist svipaðir eða gerólíkir. Í þessari bók er hulduheimurinn heimur þjóðsagnanna þar sem tröll og dvergar búa í stokkum og steinum og álfar flytja búferlum á jólum og áramótum og manneskjur með einhvers konar næmi eða miðilshæfileika ýmist sjá milli heima eða geta farið þar um. Höfundur leggur sig í líma við að útskýra nákvæmlega lögmál heima sinna sem er gott en verður stundum fullnákvæmt. Það er reyndar einkenni á mörgum furðusögum að þær verða stundum eins og hlutverkaspil, þannig er bæði umhverfi og bardögum lýst eins og leikstjórnandi í slíkum leik myndi gera. Sem er mjög áhugavert en getur orðið leiðigjarnt þegar spennan í sögunni er á suðupunkti og lesandann langar langmest að vita hvað gerist næst. En þessi nákvæmni gerir það líka að verkum að í sögunni eru fá göt, ef nokkur, þar sem atburðarásin lýtur lögmálum sem hafa verið útskýrð vandlega. Sólhvörf er vel skrifuð furðusaga sem grípur lesandann frá fyrstu mínútu. Sagan sver sig meira í ætt furðusagna eða fantasía en glæpasagna enda forsendur þess að þær mæðgur dragist inn í rannsóknir lögreglunnar að eitthvað yfirnáttúrulegt sé á seyði. Eins og í öllum góðum glæpasögum snýst sagan þó ekki síður um rannsakandann, persónu hans og hagi en málið sem þarf að leysa og þannig er samband mæðgnanna Bergrúnar og Brár í forgrunni en það er flókið vegna þeirra áhrifa sem dulrænir hæfileikar móðurinnar hafa haft á líf hennar og þar með á æsku og uppvöxt dótturinnar. Aðrar persónur verða sjálfkrafa frekar dæmigerðar fyrir þau hlutverk sem þær gegna í sögunni en það er ekkert til vansa. Bókin er þrælspennandi og heldur lesandanum við efnið. Aðdáendur jólasveinanna gætu þó þurft að tæma hugann nokkrum sinnum á meðan á lestrinum stendur.Niðurstaða: Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Sólhvörf Emil Hjörvar Petersen Útgefandi: Veröld Prentun: Finnland Síðufjöldi: 354 bls. Kápuhönnun: Jón Ásgeir Glæpasögur og furðusögur eru mest seldu skáldverk heims í dag og það er því vel til fundið að blanda þessum tveimur bókmenntagreinum saman. Það tekst Emil Hjörvari Petersen einkar vel eins og sást í fyrra á bókinni Víghólar og nú aftur í skáldsögunni Sólhvörf. Í þeirri síðarnefndu höldum við áfram að flakka á milli vitunda mæðgnanna Bergrúnar og Brár sem skipta á milli sín stöðu fyrstu persónu sögukonu. Sagan hefst nokkrum mánuðum eftir að Víghólum lýkur, nánar tiltekið á jólunum sem huldumiðillinn Bergrún ver í að rannsaka óhugnanlegt sakamál ásamt sérdeild lögreglunnar í yfirnáttúru þar sem börn hverfa sporlaust af heimilum sínum. Brá dóttir hennar er einnig ýmsum hæfileikum gædd og þær mæðgur leggja ásamt ýmsum vættum, verum og sjáendum í ferðalag milli heima til að leita barnanna sem kemur í ljós að var rænt með skelfilegt markmið í hyggju sem gæti kollvarpað heimsmynd og öryggi allra, sérstaklega þó barna á Íslandi. Best er að segja sem minnst til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum lesendum en þó verður að hrósa höfundi fyrir einstaklega skemmtilega notkun á íslenska þjóðsagnaarfinum sem er auðugur brunnur að sækja í á þessum árstíma. Í furðu- og fantasíusögum er gjarna flakkað á milli þess heims sem við þekkjum og heima sem liggja samsíða en eru ýmist svipaðir eða gerólíkir. Í þessari bók er hulduheimurinn heimur þjóðsagnanna þar sem tröll og dvergar búa í stokkum og steinum og álfar flytja búferlum á jólum og áramótum og manneskjur með einhvers konar næmi eða miðilshæfileika ýmist sjá milli heima eða geta farið þar um. Höfundur leggur sig í líma við að útskýra nákvæmlega lögmál heima sinna sem er gott en verður stundum fullnákvæmt. Það er reyndar einkenni á mörgum furðusögum að þær verða stundum eins og hlutverkaspil, þannig er bæði umhverfi og bardögum lýst eins og leikstjórnandi í slíkum leik myndi gera. Sem er mjög áhugavert en getur orðið leiðigjarnt þegar spennan í sögunni er á suðupunkti og lesandann langar langmest að vita hvað gerist næst. En þessi nákvæmni gerir það líka að verkum að í sögunni eru fá göt, ef nokkur, þar sem atburðarásin lýtur lögmálum sem hafa verið útskýrð vandlega. Sólhvörf er vel skrifuð furðusaga sem grípur lesandann frá fyrstu mínútu. Sagan sver sig meira í ætt furðusagna eða fantasía en glæpasagna enda forsendur þess að þær mæðgur dragist inn í rannsóknir lögreglunnar að eitthvað yfirnáttúrulegt sé á seyði. Eins og í öllum góðum glæpasögum snýst sagan þó ekki síður um rannsakandann, persónu hans og hagi en málið sem þarf að leysa og þannig er samband mæðgnanna Bergrúnar og Brár í forgrunni en það er flókið vegna þeirra áhrifa sem dulrænir hæfileikar móðurinnar hafa haft á líf hennar og þar með á æsku og uppvöxt dótturinnar. Aðrar persónur verða sjálfkrafa frekar dæmigerðar fyrir þau hlutverk sem þær gegna í sögunni en það er ekkert til vansa. Bókin er þrælspennandi og heldur lesandanum við efnið. Aðdáendur jólasveinanna gætu þó þurft að tæma hugann nokkrum sinnum á meðan á lestrinum stendur.Niðurstaða: Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira