Eignaðist tvö börn með stuttu millibili: „Mér þykir vænna um líkamann“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:30 Halla með Harry Þór framan á sér og Louisa í fangi föður síns, Harry. Mynd / Úr einkasafni „Ég lagði mikið uppúr því að koma mér í sem best form áður en ég varð ólétt til að undirbúa líkamann fyrir þessa miklu áskorun, mér þótti það mikilvægt og var mjög fegin þegar þyngdin fór að hrannast á mig og ég gat ekki æft, að finnast ég þó sterk undir öllu saman,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Koppel, sem Íslendingar þekkja eflaust betur undir föðurnafninu Vilhjálmsdóttir. Halla býr í Bretlandi og eignaðist tvö börn með stuttu millibili með eiginmanni sínum, Harry Koppel. Börnin þeirra eru Louisa, sem skírð er í höfuðið á móður Höllu, og Harry Þór, skýrður í höfuðið á föður Harry. Louisa er nýorðin tveggja ára, fædd 23. september 2015, en Harry er fimm mánaða, fæddur 13. júní á þessu ári. Keisaraskurð í bæði skiptin Halla segir að meðgöngurnar tvær hafi verið gerólíkar, þó þær hafi borið að með stuttu millibili. „Fyrri meðgangan var mjög strembin en sú seinni algjör draumur. Það endaði með keisara í bæði skiptin, sem gekk frekar vel, nema sú seinni var það sem þau kalla hér í Bretlandi “trauma”´fæðing. Hann sat alveg pikkfastur, svo það þurfti bæði keisara og tangir til að ná honum út. Svo voru aðstæður mjög ólíkar. Ég var nýbyrjuð í MBA námi í Oxford þegar hún fæddist en tók mér fæðingarorlof þegar hann fæddist, fyrir þau bæði,“ segir Halla, en hún vakti mikla athygli í erlendum fjölmiðlum þegar hún gekk með barn í MBA náminu. Mæðgurnar Louisa og Halla.Mynd / Úr einkasafni Halla segir enn fremur að meðgöngurnar sjálfar hafi verið afar ólíkar en í bæði skiptin bætti hún á sig þrjátíu kílóum. „Ég var eins og allt önnur manneskja og átti tvær afar ólíkar upplifanir. Á fyrri meðgöngunni var ég svo veik og örmagna að ég gat lítið gert, með gríðarlega grindargliðnun, þurfti að sofa með hendurnar í spelkum. Ég gat hvorki gengið né sofið og einhvern veginn allur líkaminn að gefa sig. Í bæði skiptin voru þetta 30 kíló sem ég bætti á mig, börnin ofboðslega stór, 57 sentímetrar, svo líkaminn átti erfitt með þetta álag. Ég endaði semsagt sem ein og hálf ég eftir níu mánuði, sem er ekkert lítið álag á liði og bein,“ segir Halla og brosir. „Seinni meðgangan var samt mjög fín, ég varð ekkert veik nema þróaði með mér slæmt mígreni en æfði og vann alveg fram að fæðingu. Mig hefði aldrei grunað að tvær meðgöngur gætu reynst þetta ólíkar.“ Halla hleypur á ströndinni í Brasilíu en henni finnst mikilvægt að hreyfa sig þótt hún sé í fríi.Mynd / Úr einkasafni. Líkami kvenna er ótrúlegur Við förum út í breytingar á líkamanum, sem flestar konur finna fyrir eftir barnsburð. Þá kemur glampi í augun á Höllu. „Mér þykir vænna um hann,“ segir Halla þegar ég spyr hvort hún hafi fundið fyrir þessum breytingum. „Rifbeinin og mjaðmir gliðnuðu mjög, en eftir eitt ár var allt gengið saman og orðið alveg eins og áður. Það kom mér mest á óvart því ég var viss um að grindagliðnunin hefði valdið varanlegum skaða. Líkami kvenna er hreint ótrúlegur, en ég held að heppni spili mikið inn í hvernig þetta fer allt saman til lengdar.“ Mikil vinna að koma sér í form Halla hefur ávallt hugsað vel um sína líkamlegu heilsu og leggur mikið upp úr því að hreyfa sig og borða hollan og góðan mat. Hún segir að það hafi reynst henni erfitt að koma sér aftur í form eftir barnsburð. „Það hefur vissulega verið mikil vinna að komast aftur í form og ég bæði passa upp á mataræðið og æfi. Af minni reynslu þarf þó að fara varlega meðan barnið er á brjósti svo rétt og næg næring fari í mjólkina og ég hef misst mestu þyngdina þegar brjóstagjöf er hætt og vökvasöfnunin minnkar þá líka,“ segir Halla, sem hefur fundið æfingu sem hentar henni. „Eftir fyrri meðgönguna var það Reformer Pilates sem flengdi mér í form, en það er Pilates á bekkjum með viðnámi frá vírum. Þetta er með mikla áherslu á innri kviðvöðva með litlum látum svo gamla ballerínan í mér naut sín vel í þessu. Svo hélt ég áfram í þessu og meira að segja var ég í vikulegum meðgöngu Reformer Pilates á seinni meðgöngunni sem mér fannst svakalega fínt,“ segir þessi fjölhælfa ofurkona, sem setur sér skýr markmið þegar kemur að heilsu og hreysti. Halla með litla Harry Þór.Mynd / Úr einkasafni „Mér finnst mikilvægt að vera með markmið og prógramm til að ná sem bestum árangri og þess vegna hef ég alltaf skýra áskorun í sjónlínunni til að passa að halda fókus. Í fyrra skiptið var ég bókuð í myndatöku fyrir Health & Fitness Magazine fimm mánuðum eftir barnsburð svo ég þurfti að vera tilbúin fyrir það,“ segir Halla, en þessa dagana undirbýr hún sig fyrir góðgerðarviðburð. „Núna er ég að vinna að áskorun með þremur kollegum mínum fyrir góðgerðarsamtök um heilakrabbamein í börnum. Þetta heitir Everest In the Alps og við ætlum að skíða upp á móti, sem sagt ganga á skinnum sem samsvarar hæð Everest í Ölpunum og vonum að þetta skili sér í góðri söfnun og dragi athygli að málefninu. Ég hef þegar klifið fjóra af tindunum sjö, hæsta tindi í hverri heimsálfu, en ekki skíðað mikið upp á móti, svo þjálfunin mín snýst bæði um að ná mér eftir barnsburð og þjálfa sérstaklega fyrir þetta ákveðna verkefni,“ segir Halla og viðurkennir að sín markmið séu afskaplega stór. „Mínar áskoranir og markmið eru eflaust gjörsamlega langt yfir strikið, en það þarf alls ekkert að setja þau af þessum móð. Það skiptir engu máli hvað það er, bara að hafa eitthvað til að vinna að sem manni þykir skemmtilegt, það er aðalatriðið til að halda sér við efnið. Svo er það bara misjafnt hvað hentar hverjum og einum.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með verkefninu Everest in the Alps á Instagram, Twitter, Facebook og á heimasíðu verkefnisins, sem verður uppfærð bráðlega. Halla geislar í móðurhlutverkinu.Mynd / Úr einkasafni Ekki mitt líf lengur Halla kláraði fyrrnefnda MBA gráðu í Oxford háskóla á síðasta ári og fékk í kjölfarið vinnu hjá amerískum fjárfestingabanka í London. Hún snýr aftur til vinnu eftir áramót og ætlar að nýta tímann þangað til með fjölskyldu sinni. Hún leitar til dæmis leiða til að hreyfa sig með börnunum og rækta sig þannig andlega og líkamlega í leiðinni. „Ég reyni að vera hugmyndarík og finna mér tíma þegar tækifæri gefst, til dæmis æfi ég með börnunum stundum, þau eru fínustu lóð, og fer oft í Baby Yoga og fleiri tíma þar sem börnin koma með. Ég fer í kraftgöngur og garða, nota líkamsræktarstöð með barnapössun í, hleyp eða labba þangað sem ég þarf að fara þegar færi gefst og svo finnst mér voða gott að hreinsa hugann á mótorhjóli og reyni þá að nota tækifærið ef ég er með pössun og þarf að útréttast að skottast öðru hverju á hjólinu. Svo hlusta ég mikið á hljóðbækur til að slaka á og er alltaf að setja mér markmið að læra eitthvað nýtt. Annars finnst mér þetta alltaf spurning um forgangsröðun, því maður hefur alltaf tíma fyrir það sem er efst á listanum. Ég reyni að hafa mikinn sjálfsaga og temja mér ákveðna hluti því ávani er ótrúlega sterkt fyrirbæri og gott hjálpartæki til að ná markmiðum og vinna í sjálfum sér. Þá er til dæmis mjög gott að hafa blessuð börnin, því ef ballið er byrjað klukkan hálf sjö, þá hefur maður ekki kost á að vera latur,“ segir Halla. En hefur lífið breyst eftir að börnin komu til sögunnar? „Þetta er einfaldlega ekki mitt líf lengur,“ segir Halla og hlær. „Það eru hérna tveir litlir álfar sem búa með mér og gera endalaust tilkall til tíma míns. En það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona og ég hef alltaf verið mjög hrifin af rólegum kvöldum heima hjá mér svo það að komast ekki út á kvöldin reynist mér ekki erfitt, oft bara fínt að hafa afsökun.“ Harry og Halla á brúðkaupsdaginn.Mynd / Úr einkasafni Vill að börnin séu sterk, góð og fyndin Við færum okkur aðeins í spjall um uppeldi. Halla gekk að eiga eiginmann sinn Harry árið 2014, en hann er kólumbískur og alinn að miklu leyti upp í Bretlandi. Hann er því bæði ensku- og spænskumælandi. Mér leikur forvitni á að vita hvort Halla leggi mikið upp úr því að kenna börnum sínum einnig íslensku. „Já, ég tala eingöngu íslensku við þau og þykir mikilvægt að þau viti vel hvaðan þau eru og hafi íslenskan passa og kunni íslensk barnalög og geti leikið sér við frændsystkini sín. Louisa er að vísu nánast jafnvíg á fjögur tungumál, en þó best í íslensku. Faðir þeirra talar spænsku við þau, svo lærir hún ensku í leikskóla tvo morgna í viku og er með brasilíska barnapíu sem talar við hana á portúgölsku,“ segir Halla. Hún leggur mikið upp úr því að vera börnum sínum góð fyrirmynd. „Ég vil bara að þau séu sterk, góð og fyndin. Þau eru bæði mjög viljasterk og kraftmikil svo það er mikilvægt að stýra því í rétta átt, en ég vil kenna þeim að vera sjálfsöruggir og skemmtilegir einstaklingar sem láta gott af sér leiða. Það skiptir mig máli að vera sterk kvenfyrirmynd og sýna þeim að mamma og pabbi séu að mörgu leiti sama hlutverkið, við fylgjum bæði okkar draumum, erum bæði fyrirvinna og önnumst börnin eins jafnt og færi gefst á,“ segir Halla. En hvað með Ísland? Kemur til greina að fjölskyldan flytji einhvern tímann hingað á klakann? „Algjörlega. Maðurinn minn hefur alltaf verið ástfanginn af Íslandi og myndi gjarnan vilja búa þar, svo maður veit aldrei hvenær tækifærin dúkka upp hvaða afleiðingar þau hafa.“ Heilsa Tengdar fréttir Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel síðustu helgi. Boðið var í tvö hundruð manna brúðkaup í Kólumbíu og brúðurin geislaði á stóra daginn. 18. desember 2014 09:43 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Ég lagði mikið uppúr því að koma mér í sem best form áður en ég varð ólétt til að undirbúa líkamann fyrir þessa miklu áskorun, mér þótti það mikilvægt og var mjög fegin þegar þyngdin fór að hrannast á mig og ég gat ekki æft, að finnast ég þó sterk undir öllu saman,“ segir fyrirsætan og leik- og söngkonan Halla Koppel, sem Íslendingar þekkja eflaust betur undir föðurnafninu Vilhjálmsdóttir. Halla býr í Bretlandi og eignaðist tvö börn með stuttu millibili með eiginmanni sínum, Harry Koppel. Börnin þeirra eru Louisa, sem skírð er í höfuðið á móður Höllu, og Harry Þór, skýrður í höfuðið á föður Harry. Louisa er nýorðin tveggja ára, fædd 23. september 2015, en Harry er fimm mánaða, fæddur 13. júní á þessu ári. Keisaraskurð í bæði skiptin Halla segir að meðgöngurnar tvær hafi verið gerólíkar, þó þær hafi borið að með stuttu millibili. „Fyrri meðgangan var mjög strembin en sú seinni algjör draumur. Það endaði með keisara í bæði skiptin, sem gekk frekar vel, nema sú seinni var það sem þau kalla hér í Bretlandi “trauma”´fæðing. Hann sat alveg pikkfastur, svo það þurfti bæði keisara og tangir til að ná honum út. Svo voru aðstæður mjög ólíkar. Ég var nýbyrjuð í MBA námi í Oxford þegar hún fæddist en tók mér fæðingarorlof þegar hann fæddist, fyrir þau bæði,“ segir Halla, en hún vakti mikla athygli í erlendum fjölmiðlum þegar hún gekk með barn í MBA náminu. Mæðgurnar Louisa og Halla.Mynd / Úr einkasafni Halla segir enn fremur að meðgöngurnar sjálfar hafi verið afar ólíkar en í bæði skiptin bætti hún á sig þrjátíu kílóum. „Ég var eins og allt önnur manneskja og átti tvær afar ólíkar upplifanir. Á fyrri meðgöngunni var ég svo veik og örmagna að ég gat lítið gert, með gríðarlega grindargliðnun, þurfti að sofa með hendurnar í spelkum. Ég gat hvorki gengið né sofið og einhvern veginn allur líkaminn að gefa sig. Í bæði skiptin voru þetta 30 kíló sem ég bætti á mig, börnin ofboðslega stór, 57 sentímetrar, svo líkaminn átti erfitt með þetta álag. Ég endaði semsagt sem ein og hálf ég eftir níu mánuði, sem er ekkert lítið álag á liði og bein,“ segir Halla og brosir. „Seinni meðgangan var samt mjög fín, ég varð ekkert veik nema þróaði með mér slæmt mígreni en æfði og vann alveg fram að fæðingu. Mig hefði aldrei grunað að tvær meðgöngur gætu reynst þetta ólíkar.“ Halla hleypur á ströndinni í Brasilíu en henni finnst mikilvægt að hreyfa sig þótt hún sé í fríi.Mynd / Úr einkasafni. Líkami kvenna er ótrúlegur Við förum út í breytingar á líkamanum, sem flestar konur finna fyrir eftir barnsburð. Þá kemur glampi í augun á Höllu. „Mér þykir vænna um hann,“ segir Halla þegar ég spyr hvort hún hafi fundið fyrir þessum breytingum. „Rifbeinin og mjaðmir gliðnuðu mjög, en eftir eitt ár var allt gengið saman og orðið alveg eins og áður. Það kom mér mest á óvart því ég var viss um að grindagliðnunin hefði valdið varanlegum skaða. Líkami kvenna er hreint ótrúlegur, en ég held að heppni spili mikið inn í hvernig þetta fer allt saman til lengdar.“ Mikil vinna að koma sér í form Halla hefur ávallt hugsað vel um sína líkamlegu heilsu og leggur mikið upp úr því að hreyfa sig og borða hollan og góðan mat. Hún segir að það hafi reynst henni erfitt að koma sér aftur í form eftir barnsburð. „Það hefur vissulega verið mikil vinna að komast aftur í form og ég bæði passa upp á mataræðið og æfi. Af minni reynslu þarf þó að fara varlega meðan barnið er á brjósti svo rétt og næg næring fari í mjólkina og ég hef misst mestu þyngdina þegar brjóstagjöf er hætt og vökvasöfnunin minnkar þá líka,“ segir Halla, sem hefur fundið æfingu sem hentar henni. „Eftir fyrri meðgönguna var það Reformer Pilates sem flengdi mér í form, en það er Pilates á bekkjum með viðnámi frá vírum. Þetta er með mikla áherslu á innri kviðvöðva með litlum látum svo gamla ballerínan í mér naut sín vel í þessu. Svo hélt ég áfram í þessu og meira að segja var ég í vikulegum meðgöngu Reformer Pilates á seinni meðgöngunni sem mér fannst svakalega fínt,“ segir þessi fjölhælfa ofurkona, sem setur sér skýr markmið þegar kemur að heilsu og hreysti. Halla með litla Harry Þór.Mynd / Úr einkasafni „Mér finnst mikilvægt að vera með markmið og prógramm til að ná sem bestum árangri og þess vegna hef ég alltaf skýra áskorun í sjónlínunni til að passa að halda fókus. Í fyrra skiptið var ég bókuð í myndatöku fyrir Health & Fitness Magazine fimm mánuðum eftir barnsburð svo ég þurfti að vera tilbúin fyrir það,“ segir Halla, en þessa dagana undirbýr hún sig fyrir góðgerðarviðburð. „Núna er ég að vinna að áskorun með þremur kollegum mínum fyrir góðgerðarsamtök um heilakrabbamein í börnum. Þetta heitir Everest In the Alps og við ætlum að skíða upp á móti, sem sagt ganga á skinnum sem samsvarar hæð Everest í Ölpunum og vonum að þetta skili sér í góðri söfnun og dragi athygli að málefninu. Ég hef þegar klifið fjóra af tindunum sjö, hæsta tindi í hverri heimsálfu, en ekki skíðað mikið upp á móti, svo þjálfunin mín snýst bæði um að ná mér eftir barnsburð og þjálfa sérstaklega fyrir þetta ákveðna verkefni,“ segir Halla og viðurkennir að sín markmið séu afskaplega stór. „Mínar áskoranir og markmið eru eflaust gjörsamlega langt yfir strikið, en það þarf alls ekkert að setja þau af þessum móð. Það skiptir engu máli hvað það er, bara að hafa eitthvað til að vinna að sem manni þykir skemmtilegt, það er aðalatriðið til að halda sér við efnið. Svo er það bara misjafnt hvað hentar hverjum og einum.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með verkefninu Everest in the Alps á Instagram, Twitter, Facebook og á heimasíðu verkefnisins, sem verður uppfærð bráðlega. Halla geislar í móðurhlutverkinu.Mynd / Úr einkasafni Ekki mitt líf lengur Halla kláraði fyrrnefnda MBA gráðu í Oxford háskóla á síðasta ári og fékk í kjölfarið vinnu hjá amerískum fjárfestingabanka í London. Hún snýr aftur til vinnu eftir áramót og ætlar að nýta tímann þangað til með fjölskyldu sinni. Hún leitar til dæmis leiða til að hreyfa sig með börnunum og rækta sig þannig andlega og líkamlega í leiðinni. „Ég reyni að vera hugmyndarík og finna mér tíma þegar tækifæri gefst, til dæmis æfi ég með börnunum stundum, þau eru fínustu lóð, og fer oft í Baby Yoga og fleiri tíma þar sem börnin koma með. Ég fer í kraftgöngur og garða, nota líkamsræktarstöð með barnapössun í, hleyp eða labba þangað sem ég þarf að fara þegar færi gefst og svo finnst mér voða gott að hreinsa hugann á mótorhjóli og reyni þá að nota tækifærið ef ég er með pössun og þarf að útréttast að skottast öðru hverju á hjólinu. Svo hlusta ég mikið á hljóðbækur til að slaka á og er alltaf að setja mér markmið að læra eitthvað nýtt. Annars finnst mér þetta alltaf spurning um forgangsröðun, því maður hefur alltaf tíma fyrir það sem er efst á listanum. Ég reyni að hafa mikinn sjálfsaga og temja mér ákveðna hluti því ávani er ótrúlega sterkt fyrirbæri og gott hjálpartæki til að ná markmiðum og vinna í sjálfum sér. Þá er til dæmis mjög gott að hafa blessuð börnin, því ef ballið er byrjað klukkan hálf sjö, þá hefur maður ekki kost á að vera latur,“ segir Halla. En hefur lífið breyst eftir að börnin komu til sögunnar? „Þetta er einfaldlega ekki mitt líf lengur,“ segir Halla og hlær. „Það eru hérna tveir litlir álfar sem búa með mér og gera endalaust tilkall til tíma míns. En það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona og ég hef alltaf verið mjög hrifin af rólegum kvöldum heima hjá mér svo það að komast ekki út á kvöldin reynist mér ekki erfitt, oft bara fínt að hafa afsökun.“ Harry og Halla á brúðkaupsdaginn.Mynd / Úr einkasafni Vill að börnin séu sterk, góð og fyndin Við færum okkur aðeins í spjall um uppeldi. Halla gekk að eiga eiginmann sinn Harry árið 2014, en hann er kólumbískur og alinn að miklu leyti upp í Bretlandi. Hann er því bæði ensku- og spænskumælandi. Mér leikur forvitni á að vita hvort Halla leggi mikið upp úr því að kenna börnum sínum einnig íslensku. „Já, ég tala eingöngu íslensku við þau og þykir mikilvægt að þau viti vel hvaðan þau eru og hafi íslenskan passa og kunni íslensk barnalög og geti leikið sér við frændsystkini sín. Louisa er að vísu nánast jafnvíg á fjögur tungumál, en þó best í íslensku. Faðir þeirra talar spænsku við þau, svo lærir hún ensku í leikskóla tvo morgna í viku og er með brasilíska barnapíu sem talar við hana á portúgölsku,“ segir Halla. Hún leggur mikið upp úr því að vera börnum sínum góð fyrirmynd. „Ég vil bara að þau séu sterk, góð og fyndin. Þau eru bæði mjög viljasterk og kraftmikil svo það er mikilvægt að stýra því í rétta átt, en ég vil kenna þeim að vera sjálfsöruggir og skemmtilegir einstaklingar sem láta gott af sér leiða. Það skiptir mig máli að vera sterk kvenfyrirmynd og sýna þeim að mamma og pabbi séu að mörgu leiti sama hlutverkið, við fylgjum bæði okkar draumum, erum bæði fyrirvinna og önnumst börnin eins jafnt og færi gefst á,“ segir Halla. En hvað með Ísland? Kemur til greina að fjölskyldan flytji einhvern tímann hingað á klakann? „Algjörlega. Maðurinn minn hefur alltaf verið ástfanginn af Íslandi og myndi gjarnan vilja búa þar, svo maður veit aldrei hvenær tækifærin dúkka upp hvaða afleiðingar þau hafa.“
Heilsa Tengdar fréttir Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel síðustu helgi. Boðið var í tvö hundruð manna brúðkaup í Kólumbíu og brúðurin geislaði á stóra daginn. 18. desember 2014 09:43 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel síðustu helgi. Boðið var í tvö hundruð manna brúðkaup í Kólumbíu og brúðurin geislaði á stóra daginn. 18. desember 2014 09:43