Þarf helst að fá mér apa eins og Michelsen Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 10:30 Munið eftir Smáfuglunum er sýning Kolbrúnar númer tvö á Akranesi. Myndir/Helgi Steindal sdf Ég var að kíkja á fasteignir í tölvunni árið 2008 og sá þá hús til sölu á Akranesi sem hentaði mér sem heimili og vinnustofa.“ Þannig lýsir listakonan Kolbrún S. Kjarval tildrögum þess að hún flutti upp á Skaga. „Ég þekkti ekkert á Akranesi nema skorsteininn sem með reyknum sýndi okkur vindáttina en ég heyrði af fólki sem bjó uppi á Skaga og vann í Reykjavík og hugsaði: Þetta er ekkert mál. Sem það er ekki. Oft skrepp ég í kaffi til Reykjavíkur og fólki þar finnst það alveg sjálfsagt en það er virkilega langt frá Reykjavík upp á Akranes, svo til mín kemur enginn í kaffi eða heimsókn í galleríið. Ég þarf líklega að fá mér apa eins Michelsen í Hveragerði var með!“asdfFyrstu keramiksýninguna kveðst Kolbrún hafa haldið 1968. „Ragnar í Smára bauð mér að sýna í sal sem var kallaður Unuhús og var við Veghúsastíg. Þá var ég nýkomin heim til Íslands með afrakstur listnáms erlendis. Verkin slógu í gegn og ég seldi alla sýninguna,“ lýsir Kolbrún sem er afabarn eins merkasta listamanns þjóðarinnar, Jóhannesar Kjarval. „Afi kom þrisvar á fyrstu sýninguna og var mjög stoltur af mér,“ rifjar hún upp.asdfHún kveðst skreyta leirmuni með teikningum en ekki hafa viljað verða listmálari. „Mér fannst það erfitt með þetta nafn. En ég er alin upp við myndlist og leir. Fékk að fara á leirlistanámskeið sjö ára og á enn munina sem ég gerði þar. Í hvert sinn sem faðir minn, Sveinn, kom heim frá útlöndum kom hann með einhvern leirmun sem var rætt um á heimilinu.sdfVinsældir leirsins ganga í bylgjum, hann er dálítið að toppa núna, það sést í fag- og myndlistarblöðum. Enda er leirinn búinn að fylgja mannkyninu frá upphafi.“ Kolbrún segir sýninguna í Bókasafni Akraness koma afskaplega vel út. „Bækur og listmunir fara svo vel saman. Það getur verið svolítið erfitt að komast inn í bæjarfélag þegar maður er ekki með börn, eða mann í stöðu, vinnur heima og orðin fullorðin. En mér hefur verið vel tekið og ég er afar heppin með nágranna.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
sdf Ég var að kíkja á fasteignir í tölvunni árið 2008 og sá þá hús til sölu á Akranesi sem hentaði mér sem heimili og vinnustofa.“ Þannig lýsir listakonan Kolbrún S. Kjarval tildrögum þess að hún flutti upp á Skaga. „Ég þekkti ekkert á Akranesi nema skorsteininn sem með reyknum sýndi okkur vindáttina en ég heyrði af fólki sem bjó uppi á Skaga og vann í Reykjavík og hugsaði: Þetta er ekkert mál. Sem það er ekki. Oft skrepp ég í kaffi til Reykjavíkur og fólki þar finnst það alveg sjálfsagt en það er virkilega langt frá Reykjavík upp á Akranes, svo til mín kemur enginn í kaffi eða heimsókn í galleríið. Ég þarf líklega að fá mér apa eins Michelsen í Hveragerði var með!“asdfFyrstu keramiksýninguna kveðst Kolbrún hafa haldið 1968. „Ragnar í Smára bauð mér að sýna í sal sem var kallaður Unuhús og var við Veghúsastíg. Þá var ég nýkomin heim til Íslands með afrakstur listnáms erlendis. Verkin slógu í gegn og ég seldi alla sýninguna,“ lýsir Kolbrún sem er afabarn eins merkasta listamanns þjóðarinnar, Jóhannesar Kjarval. „Afi kom þrisvar á fyrstu sýninguna og var mjög stoltur af mér,“ rifjar hún upp.asdfHún kveðst skreyta leirmuni með teikningum en ekki hafa viljað verða listmálari. „Mér fannst það erfitt með þetta nafn. En ég er alin upp við myndlist og leir. Fékk að fara á leirlistanámskeið sjö ára og á enn munina sem ég gerði þar. Í hvert sinn sem faðir minn, Sveinn, kom heim frá útlöndum kom hann með einhvern leirmun sem var rætt um á heimilinu.sdfVinsældir leirsins ganga í bylgjum, hann er dálítið að toppa núna, það sést í fag- og myndlistarblöðum. Enda er leirinn búinn að fylgja mannkyninu frá upphafi.“ Kolbrún segir sýninguna í Bókasafni Akraness koma afskaplega vel út. „Bækur og listmunir fara svo vel saman. Það getur verið svolítið erfitt að komast inn í bæjarfélag þegar maður er ekki með börn, eða mann í stöðu, vinnur heima og orðin fullorðin. En mér hefur verið vel tekið og ég er afar heppin með nágranna.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira