Auðvitað var einnig gaman að skoða klæðaburð smekklegra gesta en það komast fáir fatastílar með tærnar þar sem sá franski er með hælana.
Afslappað er rétta orðið eða hið fullkomna jafnvægi milli þessa að vera ekki of fínn en samt ekki of hversdaglegur. Jakkafatajakkar í öllum sniðum og gerðum - lausar buxur - háir hælar - rauður varalitur og örlítið úfið hár. Já og svart, það var mikið um svartan klæðnað.
Fáum innblástur frá Frökkunum fyrir jólahlaðborðin hér.






