Bernie Sanders kominn í framboðsgír Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. vísir/afp Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira