Breyta brauði í „geggjaðan“ bjór Guðný Hrönn skrifar 29. nóvember 2017 10:45 Rakel og Ólafur bíða spennt eftir að kynna nýja bjórinn til leiks. vísir/eyþór „Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði. Matur Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Ég er ásamt Ægisgarði og samtökunum mínum Vakandi í samstarfi við Mylluna að brugga bjór úr afgangsbrauði með það að markmiði að minnka matarsóun,“ segir Rakel Garðarsdóttir spurð út í nýja bjórinn Toast. Rakel fékk hugmyndina að bjórnum frá vini sínum sem býr í Bretlandi, Tristram Stuart, en hann setti sams konar bjór á markað í Bretlandi ásamt Jamie Oliver. „Ég hitti Tristram um daginn og við fórum að ræða þetta. Þá langaði mig svakalega að gera þetta hérna heima, það má nefnilega ekki flytja þann bjór á milli landa,“ útskýrir Rakel. „Þetta varðar líka annað sem við Íslendingar þurfum að fara að pæla í, allan þennan innflutning. En það er önnur saga.“ Mikið magn brauðs fer í rusliðEftir samtalið við vin sinn hrinti Rakel hugmyndinni í framkvæmd og setti sig í samband við brugghúsið Ægisgarð. „Hugmyndin á bak við þennan bjór er í grunninn brauð. Brauð er meðal þess matar sem fer mest til spillis í heiminum, brauð, mjólkurvörur og salat.“ Brauðið sem notað er í umræddan bjór kemur frá Myllunni. „Við erum í samstarfi við Mylluna, sem mér finnst frábært. Ég hef nefnilega tekið eftir því í störfum mínum með Vakandi að það eru rosalega margir sem vilja loka augunum fyrir vandamálinu. En þannig leysum við engan vanda. En Myllan var til í að takast á við vandann, það sóast nefnilega hjá þeim heimilisbrauð. Og í staðinn fyrir að leyna því þá taka þau þátt í þessu með okkur. Og úr samstarfinu varð þessi frábæri bjór til. Við höfum verið að prufa hann svolítið áfram og hann er alveg geggjaður. Og svo er það Ólafur S.K. Þorvaldz sem bruggar.“ Spurð út í hvort hún sé mikil bjórkona svarar Rakel játandi. „Já, en kannski ekki mjög mikil,“ segir hún og hlær.„En jú, mér finnst bjór alveg mjög góður. Ég er enginn bjórsérfræðingur samt, langt í frá. En ég veit hvað mér finnst gott.“ Beðin um að lýsa Toast segir Rakel: „Þetta er english pale ale, 5,6 prósent. Hann er ljósbrúnn og það er ofboðslega auðvelt að drekka hann.“ Rakel bendir áhugasömum að lokum á að bjórinn verður kynntur til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Ægisgarði. „Ég hvet alla til að koma og sjá að þetta virkar. Og kannski þetta kveiki einhverjar hugmyndir hjá fólki um hvernig megi nýta hráefni sem annars fer til spillis. Og vonandi verður þetta bjór sem bætir heiminn,“ segir hún glöð í bragði.
Matur Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira