Patrice Evra, leikmaður Marseille, hefur verið úrskurðaður í bann frá leikjum á vegum UEFA út júní á næsta ári.
Evra fékk rauða spjaldið fyrir leik gegn Vitoria Guimares í Evrópudeildinni fyrir að sparka í höfuðið á stuðningsmanni Marseille.
Evra var einnig sektaður um 10.000 evrur, eða rúmar 1,2 milljónir króna.
Evra kom til Marseille frá Juventus í byrjun ársins. Félagið setti hann í ótímabundið bann eftir árásina á stuðningsmanninn og óvíst er hvort hann spilar aftur fyrir Marseille.
Evra í sjö mánaða bann

Tengdar fréttir

Evra rekinn út af fyrir að sparka í höfuðið á stuðningsmanni Marseille | Myndband
Patrice Evra, leikmaður Marseille, var rekinn út af fyrir leik liðsins gegn Vitoria de Guimaraes í Evrópudeildinni fyrir að sparka í höfuðið á stuðningsmanni síns liðs.

Evra þakkaði alvöru stuðningsmönnum Marseille fyrir stuðninginn
Hópur stuðningsmanna Marseille var með fána á vellinum í gær fyrir leik liðsins gegn Caen þar sem Patrice Evra var sagt að koma sér burt frá félaginu. Þeir vildu ekki sjá hann í búningi félagsins aftur.

„Evra spilar aldrei fyrir Marseille aftur“
Franski varnarmaðurinn Patrice Evra mun aldrei spila aftur fyrir Marseille. Þessu heldur fyrrum sóknarmaður liðsins Tony Cascarino fram.