Fótbolti

Landsliðsþjálfari Dana: Eriksen er einn af 10 bestu í heiminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana, segir að Christian Eriksen sé í hópi 10 bestu leikmanna heims.

Eriksen skoraði þrennu þegar Danmörk tryggði sér sæti á HM í Rússlandi með 1-5 sigri á Írlandi í Dublin í gær. Tottenham-maðurinn var magnaður í undankeppninni og skoraði alls 11 mörk í henni.

„Það er erfitt að meta þetta en við sáum það í leikjum Tottenham og Real Madrid í Meistaradeildinni að hann er einn af bestu leikmönnum heims í sinni stöðu,“ sagði Hareide eftir leikinn í gær.

„Hann getur skorað mörk, gefið stoðsendingar, fundið sér svæði, svo hann er án efa einn af þeim 10 bestu,“ bætti Hareide við.

Eriksen var yngsti leikmaðurinn á HM 2010 í Suður-Afríku. Danir komust hins vegar ekki á HM í Brasilíu fyrir þremur árum.

Hinn 25 ára gamli Eriksen hefur leikið 75 landsleiki og skorað í þeim 21 mark.


Tengdar fréttir

Eriksen dró Dani til Rússlands

Christian Eriksen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Danmörk tryggði sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Danir skelltu þá Írum 1-5 á útivelli í kvöld en fyrri leik liðanna á Parken lyktaði með markalausu jafntefli.

Sjáðu þrennu Eriksen

Christian Eriksen varð að alvöru þjóðhetju í Danmörku í kvöld er hann skoraði þrennu og sá til þess að Danir verða með á HM í Rússlandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×