Sigurvegarinn fær afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Arna Ýr fær mikla athygli og er undantekningalaust spáð í topp tíu. Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið. Miss Universe Iceland Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland og núverandi Miss Universe Iceland, keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe sunnudaginn 26. nóvember en keppnin fer fram í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi Miss Universe Iceland, en hún hefur dvalið með Örnu Ýri Jónsdóttur úti í Las Vegas þar sem keppnin verður haldin. Manuela hefur verið Örnu innan handar með undirbúninginn, en lokakvöld keppninnar fer fram á hótelinu Planet Hollywood Casino.Manuela er Örnu til halds og trausts úti.„Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ segir Arna Ýr sem er alls ekki óvön keppnum af þessu tagi. Frægt er að hún dró sig út úr keppninni Miss Grand International á síðasta ári eftir að eigandi þeirrar keppni gerði athugasemd við holdafar hennar. Á þeim tímapunkti var hún staðráðin í að taka aldrei aftur þátt í keppni af þessu tagi en um ákvörðun sína um að taka þátt í Miss Universe sagði Arna Ýr í viðtali sem birtist við hana á Vísi fyrr í haust: „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja.“„Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1, 2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Þær stöllur Manuela og Arna Ýr eru duglegar að setja inn myndir á Instagram og Snapchat (@manuelaosk) – Arna er með snappið fyrir Miss Universe Iceland (@missuniverseice) og þar geta áhugasamir fylgst með því sem gerist bak við tjöldin.Miss Universe fer fram í Las Vegas 26. nóvember.„Ég nýt hverrar mínútu hérna, þetta hefur verið meiriháttar reynsla og allt allt annað en í fyrra. Það er heilmikill undirbúningur fyrir svona keppni, eitthvað sem maður gerir ekki einn. Manuela og Jorge (annar af eigendum Miss Universe Iceland) hafa stutt vel við bakið á mér og leitt mig áfram í þessu ævintýri.“ Það er til mikils að vinna og stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Keppnin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni FOX og henni verður líka streymt á netið.
Miss Universe Iceland Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira