Hvaða fita er holl? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Jóhanna E. Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvaða fita er holl? Svar: Almennt er ekki mælt með því að borða mikið af matvælum sem innihalda hátt hlutfall af mettaðri fitu (hörð fita) svo sem feitar kjötvörur, feita osta, rjóma, smjör, smjörlíki og kókosfitu. Embætti landlæknis mælir með að nota frekar mjúka fitu í staðinn fyrir harða fitu. Mjúk fita er í jurtaolíum, feitum fiski, avókadói, hnetum og fræjum en einnig í viðbiti sem er gert úr jurtaolíum, hnetum og möndlum. Ef maður er ekki viss hvaða vöru ætti að velja þá er hægt að athuga hvort hún sé merkt með skráargatsmerkinu en það er opinbert merki sem uppfyllir ákveðin skilyrði, til dæmis að vera með lágt hlutfall af mettaðri fitu. Ástæða þess að við ættum að takmarka mettaða fitu í mataræði okkar er til að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. En það er ekki nóg að forðast mettaða fitu, við þurfum að velja vel hvað við borðum í staðinn. Mjúka fitan er talin hafa jákvæð áhrif á blóðfituna og þar fáum við einnig lífsnauðsynlegar fitusýrur. Við þurfum líka að meta hvernig mataræði okkar er í heild sinni. Gott er að hafa í huga diskamódelið í hverri máltíð þar sem þriðjungur disksins er próteingjafi, þriðjungur er ávextir og/eða grænmeti og þriðjungur heilkornavörur. Fituna fáum við með því að nota jurtaolíu við matreiðsluna og einnig fylgir oftast fita með próteingjafanum. Því er lögð áhersla á fituminni kjöt- og mjólkurvörur (hörð fita) en mikil áhersla á fisk, sjávarfang og vörur úr jurtaríkinu (mjúk fita).Niðurstaða: Mælt með því að nota frekar mjúka fitu í staðin fyrir harða fitu í daglegu fæði. Heilsa Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvaða fita er holl? Svar: Almennt er ekki mælt með því að borða mikið af matvælum sem innihalda hátt hlutfall af mettaðri fitu (hörð fita) svo sem feitar kjötvörur, feita osta, rjóma, smjör, smjörlíki og kókosfitu. Embætti landlæknis mælir með að nota frekar mjúka fitu í staðinn fyrir harða fitu. Mjúk fita er í jurtaolíum, feitum fiski, avókadói, hnetum og fræjum en einnig í viðbiti sem er gert úr jurtaolíum, hnetum og möndlum. Ef maður er ekki viss hvaða vöru ætti að velja þá er hægt að athuga hvort hún sé merkt með skráargatsmerkinu en það er opinbert merki sem uppfyllir ákveðin skilyrði, til dæmis að vera með lágt hlutfall af mettaðri fitu. Ástæða þess að við ættum að takmarka mettaða fitu í mataræði okkar er til að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. En það er ekki nóg að forðast mettaða fitu, við þurfum að velja vel hvað við borðum í staðinn. Mjúka fitan er talin hafa jákvæð áhrif á blóðfituna og þar fáum við einnig lífsnauðsynlegar fitusýrur. Við þurfum líka að meta hvernig mataræði okkar er í heild sinni. Gott er að hafa í huga diskamódelið í hverri máltíð þar sem þriðjungur disksins er próteingjafi, þriðjungur er ávextir og/eða grænmeti og þriðjungur heilkornavörur. Fituna fáum við með því að nota jurtaolíu við matreiðsluna og einnig fylgir oftast fita með próteingjafanum. Því er lögð áhersla á fituminni kjöt- og mjólkurvörur (hörð fita) en mikil áhersla á fisk, sjávarfang og vörur úr jurtaríkinu (mjúk fita).Niðurstaða: Mælt með því að nota frekar mjúka fitu í staðin fyrir harða fitu í daglegu fæði.
Heilsa Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira